varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óhagstæð skilyrði þrengi svigrúm til launahækkana

Aðstoðarseðlabankastjóri telur svigrúm til launahækkana að meðaltali vera um fjögur prósent. Seðlabankastjóri segir það jafnvel minna til skemmri tíma. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óreyttum.

Ætla að búa sem lengst í foreldrahúsum

Hvergi á Norðurlöndum er leiguverð eins hátt og í Reykjavík og hvergi búa fleiri ungmenni um þrítugt enn í foreldrahúsum. Háskólanemar segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst

Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega

Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert.

Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök

Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann.

Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi

Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni.

Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur

Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni.

Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða

Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu.

Engar viðræður um sameiningu

Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar.

Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka

"Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart

Stefnir í hörð átök sé þetta niðurstaðan

"Ég held að fjárlögin séu ekki gerð með þeim hætti að þau séu endanleg og ég er bjartsýnn á að við náum róttakari breytingum í gegn þegar við hefjum viðræður eftir að okkar kröfugerð er tilbúin," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um nýtt fjárlagafrumvarp.

Sjá meira