Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 22:00 Halla Jónsdóttir og Eyvindur Jónsson, eða Fjalla-Eyvindur og Halla. Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel. Myndlist Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel.
Myndlist Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira