Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2019 13:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði á COP30: „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09