varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnir í hörð átök sé þetta niðurstaðan

"Ég held að fjárlögin séu ekki gerð með þeim hætti að þau séu endanleg og ég er bjartsýnn á að við náum róttakari breytingum í gegn þegar við hefjum viðræður eftir að okkar kröfugerð er tilbúin," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um nýtt fjárlagafrumvarp.

Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum

Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki.

25 milljónir í forvarnir gegn sjálfsvígum

Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að leggja strax til 25 milljónir króna í ýmis verkefni er miða að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi.

Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað

Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum.

Krónan og íbúðir í stað N1 við Ægisíðu

Bensínstöðvar verðar færðar að Krónuverslunum og Krónuverslanir verða opnaðar við N1 bensínstöðvar eftir samruna Festis og N1 sem gengur í gegn á morgun. Forstjóri félagsins telur framtíðina felast í samþættingu reksturs til að hægt sé að mæta erlendri samkeppni.

Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli

Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki.

„Ekkert sem gefur til kynna að hér sé gangbraut“

Foreldrar stúlku sem varð fyrir bíl á gangbraut í Grafarholti gagnrýna skort á merkingum við götuna. Engin leið sé fyrir ökumenn að átta sig á því að gangandi vegfarendur eigi leið þar yfir.

„Þú ert ekki að drekka til að bæta heilsuna“

Ókostir við áfengisdrykkju vegur á móti öllum hugsanlegum ábata af hóflegri drykkju samkvæmt nýrri rannsókn. Næringarfræðingur segir rannsóknina marka tímamót þar sem öll heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu hafi aldrei verið borin saman með þessum hætti.

Misstu aleiguna og hundinn í bruna út frá spjaldtölvu

Fjölskylda á Akranesi missti aleiguna og hundinn sinn þegar eldur kviknaði út frá spjaldtölvu sem ofhitnaði í sófa á heimilinu. Slökkviliðsmaður segir mikilvægt að geyma tækin á hörðu yfirborði.

Sjá meira