Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Innlent 15.11.2025 14:05
Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Hlaðvarpsstjörnurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir voru meðal gesta í jólaboði fjölmiðlakonunnar Ingu Lindar Karlsdóttur á Apótekinu síðastliðinn fimmtudag. Lífið 14.11.2025 14:58
Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Klementínurnar vinsælu frá framleiðandanum Robin verða ekki fáanlegar í verslunum landsins fyrir þessi jól. Ástæðan er uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. Neytendur 13.11.2025 17:34
Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað. Neytendur 1. nóvember 2025 20:00
Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda," segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS en BAUHAUS ætlar að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju. Heildarverðmæti um 1.500.000 króna. Samstarf 31. október 2025 13:24
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30. október 2025 15:01
Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24. október 2025 08:02
Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Nói Síríus fagnar níutíu ára afmæli konfektgerðar sinnar með því að kynna til leiks nýjan hátíðarmola með Malt og Appelsín-fyllingu. Neytendur 17. október 2025 10:22
Boðberi jólanna risinn á ný Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný. Lífið 14. október 2025 14:36
Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Það er alltaf sérstök stemning að velja jólagjöf. Við viljum gleðja, sýna þakklæti og skapa minningar – en oft getur verið erfitt að finna gjöf sem hentar öllum. Þess vegna hafa Dineout gjafabréfin á örfáum árum slegið rækilega í gegn hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Lífið samstarf 14. október 2025 10:19
Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Birgitta Haukdal leiðir glæsilegan hóp söngvara fram á sviðið í Hörpu þann 5. desember á tónleikum sem hafa fengið nafnið „Komdu um jólin”. Skipuleggjanda tónleikanna fannst vanta stuð í jólatónleikaflóruna. Lífið samstarf 28. september 2025 08:51
Baráttan um jólagestina hafin Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Lífið 16. maí 2025 21:03
Þegar líða fer að jólum Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Skoðun 5. maí 2025 15:01
Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Viðskipti innlent 29. apríl 2025 17:13
Ástin blómstrar hjá Steinunni Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau. Lífið 11. mars 2025 16:03
Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. Erlent 8. janúar 2025 08:16
Veður gæti haft áhrif á brennuhald Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Innlent 6. janúar 2025 12:02
Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði sér fram á að hafa nóg að gera næstu daga því hann tekur að sér að safna jólatrjám á svæðinu fyrir íbúa og koma þeim í förgun. Allir ágóði söfnunarinnar rennur óskertur til Píeta samtakanna. Innlent 4. janúar 2025 14:06
Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Viðskipti innlent 2. janúar 2025 13:10
Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Sterkar djúpur súkkulaðimús með rís-botni er eftirréttur ársins 2024 að mati bakarans Elenoru Rós Georgsdóttur. Rétturinn er fullkominn í áramótapartýið og er tilvalið að bera hann fram í fallegu glasi með stjörnuljósi. Lífið 30. desember 2024 17:00
Dísella „loksins“ trúlofuð Íslenska sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir og sambýlismaður hennar, Bragi Jónsson, rekstrarstjóri Leigumarkaðar BYKO, trúlofuðu sig á aðfangadag. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 30. desember 2024 14:43
Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Hvít jól, ljúfar fjölskyldustundir, fallega jólakveðjur og ástin umvafði samfélagsmiðlana hjá stjörnum landsins í vikunni sem leið, allt eins og það á að vera á þessum tíma árs. Lífið 30. desember 2024 10:21
Margmenni í Bláfjöllum Fjölmargir skelltu á skíði í Bláfjöllum í dag enda bjart og heiðskírt þó kalt hafi verið í fjallinu. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði stemninguna. Lífið 28. desember 2024 20:38
Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. Innlent 27. desember 2024 22:26