Burnley - Tottenham 2-2

Það stefndi í óvænt tap hjá Tottenham á móti Burnley en fyrirliðinn Cristian Romero jafnaði metin með frábærum skalla á 90. mínútu og tryggði Spurs 2-2 jafntefli. Micky van de Ven kom Tottenham í 1-0 á 38. mínútu en Axel Tuanzebe jafnaði metin eftir sendingu frá Kyle Walker í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Lyle Foster kom Burnley síðan yfir á 76. mínútu eftir hræðilegan varnarleik Tottenham og Burnley-liðið sá sigur í hillingum en Tottenham náði að bjarga stigunum.

79
03:03

Vinsælt í flokknum Enski boltinn