Skjálfti í Digranesi um helgina
Tölvuleikjaiðkendur sitja sennilega ekki heima þessa helgi en rafíþróttamótið Skjálfti, á vegum Rafíþróttasambands Íslands, fer fram í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi. Mótið var fyrst haldið árið 1998 en náði hápunkti á árunum 2003 til 2005, þegar mótið fór fram fjórum sinnum á ári.