Gengu út þegar Netanjahú ávarpaði þingið
Fjöldi fulltrúa á allherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gekk út þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þingið í dag. Þeir sem eftir sátu veittu honum standandi lófaklapp að ræðu lokinni. Ísraelar komu hátölurum fyrir við landamæri Ísreals og Gaza þar sem ávarp Netanjahús var flutt í beinni útsendingu.