Innherji

Stóru sjóðirnir á sölu­hliðinni á fyrsta ári vel heppnaðs sam­runa JBT og Marels

Hörður Ægisson skrifar
Frá því að risasamruni JBT og Marels gekk í gegn snemma árs 2025 hefur hlutabréfaverð sameinaðs félag hækkað um liðlega fjórðung á markaði vestanhafs. Markaðsvirðið er í dag rétt undir þúsund milljarðar króna.
Frá því að risasamruni JBT og Marels gekk í gegn snemma árs 2025 hefur hlutabréfaverð sameinaðs félag hækkað um liðlega fjórðung á markaði vestanhafs. Markaðsvirðið er í dag rétt undir þúsund milljarðar króna.

Allir helstu íslensku lífeyrissjóðirnir voru á söluhliðinni á fyrsta árinu eftir risasamruna JBT og Marels, einkum tveir af stærstu sjóðum landsins, þegar þeir minnkuðu nokkuð stöðu sína í sameinuðu fyrirtæki og seldu fyrir samtals vel á annan tug milljarða króna. Afkoma félagsins hefur að undanförnu ítrekað verið umfram væntingar en mikil veiking Bandaríkjadals hefur litað ávöxtun innlendra fjárfesta í krónum.


Tengdar fréttir

JBTM heldur áfram að koma fjár­festum ánægju­lega á óvart og gengið rýkur upp

Þrátt fyrir viðvarandi óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi vegna hækkandi tolla þá skilaði JBT Marel enn og aftur uppgjöri umfram væntingar greinenda og fyrir vikið var afkomuspá félagsins hækkuð sömuleiðis. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengið er farið að nálgast hæstu gildi á árinu.

Ætla að samþykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.

Undir hlut­höfum komið hvort skráning sam­einaðs félags hér heima heppnist

Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×