Innherji

Afkoma Landsbréfa í sérflokki á árinu þegar viðsnúningurinn lét enn bíða eftir
Áframhaldandi óvissa og viðvarandi hátt raunvaxtastig hefur gert helstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins erfitt um vik en Landsbréf var eina félagið sem sýndi rekstrarbata á fyrri árshelmingi. Sé litið á tekjur fimm félaga þá skruppu þær á heildina litið saman á meðan afkoman minnkaði að meðaltali um nærri tuttugu prósent.

Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna
Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Útlit fyrir að vöxtur í íbúðalánum lífeyrissjóða verði vel yfir 100 milljarðar á árinu
Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum.

Líklegt að hátt raunvaxtastig eigi þátt í að auka enn á sparnað heimila
Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans.

Óheflaður formaður og ráðherra í gjörgæslu
Orð Formanns félags íslenskra atvinnuflugmanna um rekstur og framtíðarhorfur Play benda til þess að viðkomandi valdi ekki þeirri ábyrgð sem honum hefur verið falin.

Gildi heldur áfram að stækka nokkuð við stöðu sína í bönkunum
Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.

Miðað við arðsemi eru íslenskir bankar „á tilboði“ í samanburði við þá norrænu
Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Hækka verulega verðmatið á JBTM eftir að skýrari mynd fékkst á rekstrarumhverfið
Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu.

Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína
Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur.

Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan
Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra.

Verðlagning félaga í Úrvalsvísitölunni ekki verið lægri frá 2017
Þetta er í fyrsta sinn frá desember 2017 sem CAPE hefur farið niður fyrir 20 og stendur nú undir sögulegu meðaltali vísitölunnar.

Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans
Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjárfesta í hlutabréfum
Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.

Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svigrúm til að lækka eiginfjárhlutfallið
Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.

Verðbólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra greinenda
Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Fjármagn streymdi í blandaða fjárfestingasjóði í síðasta mánuði
Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði.

Festi á siglingu en lækkun á gengi krónunnar „gæti hægt á ferðinni“
Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu.

Afkoman undir væntingum en stjórnendur „nokkuð ánægðir“ vegna mikillar óvissu
Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum.

Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi
Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023.

Fækkað í framkvæmdastjórn Eikar með uppstokkun á skipuriti félagsins
Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor.

Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar
„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Greinendur búast ekki við að verðbólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins
Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili.

Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn
Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun.

Vanmetið verðbólguálag hefur reynst fjárfestum dýrkeypt undanfarin ár
Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og greinendur hækka verðmat sitt á félaginu
Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum.

Vægi heimila meðal eigenda hlutabréfasjóða ekki minna frá því fyrir faraldur
Hlutfallslegt vægi heimila meðal fjárfesta sem eiga hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum hefur farið stöðugt lækkandi á undanförnum árum og hefur núna ekki verið minna frá því fyrir heimsfaraldur.

Tinna ráðin yfir til Alvotech
Tinna Molphy, sem stýrði fjárfestatengslum hjá Marel um árabil, hefur verið ráðin yfir til líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech.

Til að halda trúverðugleika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“
Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu
Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.