Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar 28. janúar 2026 14:32 Íbúar Grafarvogs hafa ítrekað óskað eftir opnum fundi með borgarstjóra, líkt og haldnir hafa verið í öðrum hverfum Reykjavíkur á Hverfadögum. Óskin er hvorki ný né óeðlileg. Hún hefur verið sett fram kurteislega, skriflega og með góðum fyrirvara. Samt sitjum við enn eftir án dagsetningar, án boðs og án raunverulegs samtals. Þetta vekur upp spurningar um jafnræði, gagnsæi og vilja borgaryfirvalda til að hlusta á íbúa Grafarvogs. Ítrekaðar beiðnir – engin niðurstaða Frá því í nóvember hafa Íbúasamtök Grafarvogs ítrekað óskað eftir því að borgarstjóri haldi kaffispjall eða opinn íbúafund í hverfinu. Beiðnir hafa verið sendar beint á borgarstjóra og skrifstofu hennar, svarað hefur verið en án efnda. Í svörum borgarinnar hefur m.a. komið fram að „að þau verði í sambandi fljótlega“ og að dagskrá sé „þétt“. Nú eru liðnir margir mánuðir, jól og áramót liðin, og enn hefur ekkert samtal átt sér stað. Þetta er einfaldlega ekki ásættanlegt. Grafarvogur virðist sitja eftir Borgarstjóri hefur sjálf lagt áherslu á mikilvægi samtals við íbúa og haldið kaffispjöll og opna fundi í öðrum hverfum borgarinnar. Í fjölmiðlum hefur verið talað um að borgarstjóri vilji mæta fólki þar sem það er, hlusta og ræða málin af hreinskilni. Grafarvogsbúar spyrja því eðlilega: Af hverju gildir þetta ekki um okkur? Er Grafarvogur undanskilinn? Eða eru áhyggjur íbúa hverfisins einfaldlega ekki taldar nægilega mikilvægar? Málin brenna á íbúum Ástæða beiðnarinnar er skýr. Íbúar Grafarvogs hafa miklar áhyggjur af samgöngumálum, skipulagi, umferð, uppbyggingu í Gufunesi og áhrifum stórra innviðaverkefna á hverfið. Þetta eru ekki smámál, heldur ákvarðanir sem snerta daglegt líf, öryggi og framtíð heils hverfis. Slík mál verða ekki leyst með almennum tölvupóstum eða stöðluðum svörum úr stjórnsýslunni. Þau krefjast opins samtals, augliti til auglitis, þar sem íbúar fá að spyrja og kjörnir fulltrúar svara. Sjálfboðaliðar, ekki skrifstofa borgarinnar Vert er að minna á að Íbúasamtök Grafarvogs eru skipuð sjálfboðaliðum sem sinna þessu starfi samhliða fullri vinnu annars staðar. Þetta er ekki fagleg stofnun með skrifstofu og starfsfólk, heldur fólk sem leggur tíma sinn og orku í þá einföldu trú að íbúalýðræði skipti máli. Að láta slíkar beiðnir daga uppi, mánuðum saman, sendir skýr skilaboð, skilaboð sem enginn borgarbúi ætti að þurfa að sætta sig við. Skýr áskorun Við skorum hér með á Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóra Reykjavíkur, að standa við þau gildi sem hún hefur sjálf talað fyrir: Að eiga samtal við íbúa Að sýna jafnræði milli hverfa Að mæta fólki þar sem það býr Við krefjumst þess að dagsetning fyrir opinn íbúafund/kaffispjall í Grafarvogi verði ákveðin tafarlaust og kynnt opinberlega. Grafarvogur á ekki að þurfa að berjast fyrir því að fá að tala við borgarstjóra sinn. Það á að vera sjálfsagt. Höfundur er formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Íbúar Grafarvogs hafa ítrekað óskað eftir opnum fundi með borgarstjóra, líkt og haldnir hafa verið í öðrum hverfum Reykjavíkur á Hverfadögum. Óskin er hvorki ný né óeðlileg. Hún hefur verið sett fram kurteislega, skriflega og með góðum fyrirvara. Samt sitjum við enn eftir án dagsetningar, án boðs og án raunverulegs samtals. Þetta vekur upp spurningar um jafnræði, gagnsæi og vilja borgaryfirvalda til að hlusta á íbúa Grafarvogs. Ítrekaðar beiðnir – engin niðurstaða Frá því í nóvember hafa Íbúasamtök Grafarvogs ítrekað óskað eftir því að borgarstjóri haldi kaffispjall eða opinn íbúafund í hverfinu. Beiðnir hafa verið sendar beint á borgarstjóra og skrifstofu hennar, svarað hefur verið en án efnda. Í svörum borgarinnar hefur m.a. komið fram að „að þau verði í sambandi fljótlega“ og að dagskrá sé „þétt“. Nú eru liðnir margir mánuðir, jól og áramót liðin, og enn hefur ekkert samtal átt sér stað. Þetta er einfaldlega ekki ásættanlegt. Grafarvogur virðist sitja eftir Borgarstjóri hefur sjálf lagt áherslu á mikilvægi samtals við íbúa og haldið kaffispjöll og opna fundi í öðrum hverfum borgarinnar. Í fjölmiðlum hefur verið talað um að borgarstjóri vilji mæta fólki þar sem það er, hlusta og ræða málin af hreinskilni. Grafarvogsbúar spyrja því eðlilega: Af hverju gildir þetta ekki um okkur? Er Grafarvogur undanskilinn? Eða eru áhyggjur íbúa hverfisins einfaldlega ekki taldar nægilega mikilvægar? Málin brenna á íbúum Ástæða beiðnarinnar er skýr. Íbúar Grafarvogs hafa miklar áhyggjur af samgöngumálum, skipulagi, umferð, uppbyggingu í Gufunesi og áhrifum stórra innviðaverkefna á hverfið. Þetta eru ekki smámál, heldur ákvarðanir sem snerta daglegt líf, öryggi og framtíð heils hverfis. Slík mál verða ekki leyst með almennum tölvupóstum eða stöðluðum svörum úr stjórnsýslunni. Þau krefjast opins samtals, augliti til auglitis, þar sem íbúar fá að spyrja og kjörnir fulltrúar svara. Sjálfboðaliðar, ekki skrifstofa borgarinnar Vert er að minna á að Íbúasamtök Grafarvogs eru skipuð sjálfboðaliðum sem sinna þessu starfi samhliða fullri vinnu annars staðar. Þetta er ekki fagleg stofnun með skrifstofu og starfsfólk, heldur fólk sem leggur tíma sinn og orku í þá einföldu trú að íbúalýðræði skipti máli. Að láta slíkar beiðnir daga uppi, mánuðum saman, sendir skýr skilaboð, skilaboð sem enginn borgarbúi ætti að þurfa að sætta sig við. Skýr áskorun Við skorum hér með á Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóra Reykjavíkur, að standa við þau gildi sem hún hefur sjálf talað fyrir: Að eiga samtal við íbúa Að sýna jafnræði milli hverfa Að mæta fólki þar sem það býr Við krefjumst þess að dagsetning fyrir opinn íbúafund/kaffispjall í Grafarvogi verði ákveðin tafarlaust og kynnt opinberlega. Grafarvogur á ekki að þurfa að berjast fyrir því að fá að tala við borgarstjóra sinn. Það á að vera sjálfsagt. Höfundur er formaður Íbúasamtaka Grafarvogs.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun