Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar 28. janúar 2026 16:32 Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga byrja raddir að heyrast úr ýmsum áttum um leikskólamálin í Reykjavík. Meginstefið er hvernig laga megi það ástand sem er í leikskólakerfinu sem snýst í grunninn um mönnunarvanda. Það er staðreynd að leikskólar eru opnir alla jafna í 44-45 klukkustundir á viku. Vinnuvika starfsfólks í leikskólum var hins vegar stytt í 36 stundir. Mismunurinn er 6 klukkustundir á viku. Þá eru veikindi starfsfólks um 10% að meðaltali á mánuði. Afleysing fyrir veikindi er aðeins reiknuð sem 4% í fjárveitingum en þá vantar að bæta upp 6 %. Þegar kemur að fjármögnun vegna mönnunar er reiknað með að hver starfsmaður vinni 40 klukkustundir á viku en eins og fram hefur komið er vinnuvika starfsfólks aðeins 36 klukkustundir. Þessir 4 tímar sem munar um á viku safnast saman í 184 klukkustundir á ári á hvern starfsmann. Þessir tímar eru ekki fjármagnaðir í fjárhagslíkönum fyrir leikskóla. Einnig er hægt að benda á að sumarfrí starfsfólks er almennt 30 dagar meðan börn eru skyldug að taka 20 daga í sumarfrí. Þá vantar að manna 10 daga fyrir hvern starfsmann á ári. Eins og sjá má gengur þetta reikningsdæmi ekki upp. Nokkur sveitarfélög hafa reynt að leysa leikskólavandann til dæmis með því að stytta viðveru barna þar sem vinnutíma starfsfólks yfir 36 klukkustundum fylgir ekki fjármagn í fjárhagslíkönum almennt. Ástæðan fyrir fjármagnsskorti er sú að stytting vinnuvikunnar átti ekki að kosta sveitarfélögin neitt. Reykjavík, eins og önnur sveitarfélög, hefur verið að skoða hvernig leysa á leikskólavandann hjá sér síðasta hálfa árið. Mikil vinna hefur farið í kynningar og útfærslur. Vandað hefur verið til verka frá mörgum sjónarhornum hagsmunahópa. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er þó komin enn ein ný hugmynd: Hættum bara við alla þessar hugmyndir um að stytta viðveru tíma barna í leikskólum. Nýjar raddir eru komnar að borði: Lengjum bara viðveru barna og leysum þannig leikskólavandann. Kannski er þetta ekki vitlausari hugmynd en aðrar. Kannski væri sniðugt að lengja líka aftur vinnuvikuna. Óháð öllum nýjum röddum og hugmyndum stendur leikskólinn enn þá á þeim stað að opnunartími er 44-45 klukkustundir meðan gert er ráð fyrir að starfsfólk vinni 36 stundir. Þarf að flækja leikskólamálin svona fram og til baka? Hvernig væri að einfalda málin og byrja á að því að manna veikindaafleysingar eins og raunverulega er þörf á og manna leikskólana á réttum forsendum þar sem vinnuvika hvers starfsmanns er 36 klukkustundir á viku. Þá erum við allavega komin á stað þar sem við getum kannski haldið leikskólunum opnum og farið að skoða aðra hluti í starfseminni en það hvort við getum haft opið í dag. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga byrja raddir að heyrast úr ýmsum áttum um leikskólamálin í Reykjavík. Meginstefið er hvernig laga megi það ástand sem er í leikskólakerfinu sem snýst í grunninn um mönnunarvanda. Það er staðreynd að leikskólar eru opnir alla jafna í 44-45 klukkustundir á viku. Vinnuvika starfsfólks í leikskólum var hins vegar stytt í 36 stundir. Mismunurinn er 6 klukkustundir á viku. Þá eru veikindi starfsfólks um 10% að meðaltali á mánuði. Afleysing fyrir veikindi er aðeins reiknuð sem 4% í fjárveitingum en þá vantar að bæta upp 6 %. Þegar kemur að fjármögnun vegna mönnunar er reiknað með að hver starfsmaður vinni 40 klukkustundir á viku en eins og fram hefur komið er vinnuvika starfsfólks aðeins 36 klukkustundir. Þessir 4 tímar sem munar um á viku safnast saman í 184 klukkustundir á ári á hvern starfsmann. Þessir tímar eru ekki fjármagnaðir í fjárhagslíkönum fyrir leikskóla. Einnig er hægt að benda á að sumarfrí starfsfólks er almennt 30 dagar meðan börn eru skyldug að taka 20 daga í sumarfrí. Þá vantar að manna 10 daga fyrir hvern starfsmann á ári. Eins og sjá má gengur þetta reikningsdæmi ekki upp. Nokkur sveitarfélög hafa reynt að leysa leikskólavandann til dæmis með því að stytta viðveru barna þar sem vinnutíma starfsfólks yfir 36 klukkustundum fylgir ekki fjármagn í fjárhagslíkönum almennt. Ástæðan fyrir fjármagnsskorti er sú að stytting vinnuvikunnar átti ekki að kosta sveitarfélögin neitt. Reykjavík, eins og önnur sveitarfélög, hefur verið að skoða hvernig leysa á leikskólavandann hjá sér síðasta hálfa árið. Mikil vinna hefur farið í kynningar og útfærslur. Vandað hefur verið til verka frá mörgum sjónarhornum hagsmunahópa. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er þó komin enn ein ný hugmynd: Hættum bara við alla þessar hugmyndir um að stytta viðveru tíma barna í leikskólum. Nýjar raddir eru komnar að borði: Lengjum bara viðveru barna og leysum þannig leikskólavandann. Kannski er þetta ekki vitlausari hugmynd en aðrar. Kannski væri sniðugt að lengja líka aftur vinnuvikuna. Óháð öllum nýjum röddum og hugmyndum stendur leikskólinn enn þá á þeim stað að opnunartími er 44-45 klukkustundir meðan gert er ráð fyrir að starfsfólk vinni 36 stundir. Þarf að flækja leikskólamálin svona fram og til baka? Hvernig væri að einfalda málin og byrja á að því að manna veikindaafleysingar eins og raunverulega er þörf á og manna leikskólana á réttum forsendum þar sem vinnuvika hvers starfsmanns er 36 klukkustundir á viku. Þá erum við allavega komin á stað þar sem við getum kannski haldið leikskólunum opnum og farið að skoða aðra hluti í starfseminni en það hvort við getum haft opið í dag. Höfundur er leikskólastjóri.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun