Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar 26. janúar 2026 08:15 Á síðustu vikum hefur komið fram gagnrýni á uppbyggingu Arctic Adventures í ferðaþjónustu við Skaftafell. Nú er svo komið að lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Hornafjarðar um byggingarheimild fyrir 13 gistihúsum á lóðinni Skaftafelli 3C frá því 26. nóvember 2025. Þung orð og ýmsar staðhæfingar hafa fallið í sumum tilfellum og ekki tillit til þess tekið að húsin eru enn á byggingarstigi og því ekki um endanlega ásýnd að ræða, hvorki á húsum né umhverfi þeirra. Í því sambandi er afar mikilvægt að undirstrika að umrætt verkefni hefur frá upphafi verið unnið í fullu samræmi við lög og reglur og gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem liggja fyrir. Hvergi var kvikað frá skipulagsskilmálum hvað varðar stærð né hæð húsanna. Engu að síður höfum við hlustað á þá gagnrýni sem fram hefur komið og lýst því yfir að við séum reiðubúin að gera breytingar og aðlaga ásýnd þeirra bygginga sem þegar hafa risið betur að umhverfinu, lágmarka ljósmengun í umhverfi þeirra sem og endurskoða hönnun á næsta áfanga. Við höfum fundað fundað með fulltrúum sveitarfélagsins og lýst yfir vilja til áframhaldandi samtals við heimamenn um það sem snýr að framkvæmdum og áhrifum þeirra á svæðið. Starfsemi Arctic Adventures í sveitarfélaginu Því hefur einnig verið haldið fram í þessu sambandi að Arctic Adventures sé ekki raunverulegur vinnuveitandi á svæðinu heldur sé í raun að hafa störf og viðskipti af heimamönnum. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Arctic Adventures er öflugur þátttakandi í atvinnulífinu í Öræfum og sveitarfélaginu Hornafirði og heldur úti fjölbreyttri starfsemi á borð við hótelrekstur, jöklagöngur og íshellaferðir. Hluti þeirra ferða er skipulagður af okkar starfsfólki á svæðinu og hluti er endursala á ferðum sem aðrir þjónustuaðilar á svæðinu selja. Við skipuleggjum einnig fjölda ferða frá höfuðborgarsvæðinu þar sem ferðamenn kaupa afþreyingu, veitingar og gistingu af heimamönnum. Þá á Arctic Adventures í viðskiptum við á annan tug birgja í sveitarfélaginu. Á síðasta ári sinntu um 54 starfsmenn hjá Arctic Adventures verkefnum í Skaftafelli og nágrenni og voru með lögheimili í sveitarfélaginu, þar af voru 38 á sama tíma yfir háönn. Þátttaka í nærumhverfinu Auk þess að reka atvinnustarfsemi höfum við tekið virkan þátt í samstarfi við nærsamfélög, meðal annars með stuðningi við björgunarsveitir og samstarfi við skóla- og frístundastarf. Slíkt samstarf undirstrikar hversu nátengd ferðaþjónustan er samfélaginu sem hún byggir á. Starfsfólkið okkar lítur á sig sem heimamenn og leggur sig fram við að vera góðir sveitungar í nærsamfélaginu. Umræða um uppbyggingu, náttúruvernd og ferðaþjónustu er mikilvæg og nauðsynleg. Hún þarf þó að byggja á staðreyndum, samhengi og sanngirni. Við hjá Arctic Adventures og starfsfólk okkar tökum virkan þátt í ferðaþjónustutengdri starfsemi um land allt. Við höfum á undandförnum árum lagt áherslu á að byggja upp starfsemi sem byggir á gæðum, öryggi og virðingu við umhverfið.Við viljum eiga gott samstarf við heimafólk í öllum landshlutum og vera virkur og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Sveitarfélagið Hornafjörður Umhverfismál Ferðaþjónusta Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur komið fram gagnrýni á uppbyggingu Arctic Adventures í ferðaþjónustu við Skaftafell. Nú er svo komið að lögð hefur verið fram stjórnsýslukæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Hornafjarðar um byggingarheimild fyrir 13 gistihúsum á lóðinni Skaftafelli 3C frá því 26. nóvember 2025. Þung orð og ýmsar staðhæfingar hafa fallið í sumum tilfellum og ekki tillit til þess tekið að húsin eru enn á byggingarstigi og því ekki um endanlega ásýnd að ræða, hvorki á húsum né umhverfi þeirra. Í því sambandi er afar mikilvægt að undirstrika að umrætt verkefni hefur frá upphafi verið unnið í fullu samræmi við lög og reglur og gildandi skipulag sveitarfélagsins og þau leyfi sem liggja fyrir. Hvergi var kvikað frá skipulagsskilmálum hvað varðar stærð né hæð húsanna. Engu að síður höfum við hlustað á þá gagnrýni sem fram hefur komið og lýst því yfir að við séum reiðubúin að gera breytingar og aðlaga ásýnd þeirra bygginga sem þegar hafa risið betur að umhverfinu, lágmarka ljósmengun í umhverfi þeirra sem og endurskoða hönnun á næsta áfanga. Við höfum fundað fundað með fulltrúum sveitarfélagsins og lýst yfir vilja til áframhaldandi samtals við heimamenn um það sem snýr að framkvæmdum og áhrifum þeirra á svæðið. Starfsemi Arctic Adventures í sveitarfélaginu Því hefur einnig verið haldið fram í þessu sambandi að Arctic Adventures sé ekki raunverulegur vinnuveitandi á svæðinu heldur sé í raun að hafa störf og viðskipti af heimamönnum. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur. Arctic Adventures er öflugur þátttakandi í atvinnulífinu í Öræfum og sveitarfélaginu Hornafirði og heldur úti fjölbreyttri starfsemi á borð við hótelrekstur, jöklagöngur og íshellaferðir. Hluti þeirra ferða er skipulagður af okkar starfsfólki á svæðinu og hluti er endursala á ferðum sem aðrir þjónustuaðilar á svæðinu selja. Við skipuleggjum einnig fjölda ferða frá höfuðborgarsvæðinu þar sem ferðamenn kaupa afþreyingu, veitingar og gistingu af heimamönnum. Þá á Arctic Adventures í viðskiptum við á annan tug birgja í sveitarfélaginu. Á síðasta ári sinntu um 54 starfsmenn hjá Arctic Adventures verkefnum í Skaftafelli og nágrenni og voru með lögheimili í sveitarfélaginu, þar af voru 38 á sama tíma yfir háönn. Þátttaka í nærumhverfinu Auk þess að reka atvinnustarfsemi höfum við tekið virkan þátt í samstarfi við nærsamfélög, meðal annars með stuðningi við björgunarsveitir og samstarfi við skóla- og frístundastarf. Slíkt samstarf undirstrikar hversu nátengd ferðaþjónustan er samfélaginu sem hún byggir á. Starfsfólkið okkar lítur á sig sem heimamenn og leggur sig fram við að vera góðir sveitungar í nærsamfélaginu. Umræða um uppbyggingu, náttúruvernd og ferðaþjónustu er mikilvæg og nauðsynleg. Hún þarf þó að byggja á staðreyndum, samhengi og sanngirni. Við hjá Arctic Adventures og starfsfólk okkar tökum virkan þátt í ferðaþjónustutengdri starfsemi um land allt. Við höfum á undandförnum árum lagt áherslu á að byggja upp starfsemi sem byggir á gæðum, öryggi og virðingu við umhverfið.Við viljum eiga gott samstarf við heimafólk í öllum landshlutum og vera virkur og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Höfundur er forstjóri Arctic Adventures.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar