Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 25. janúar 2026 09:02 Umræða um jöfnun atkvæðavægis á Íslandi er bæði eðlileg og mikilvæg. Lýðræðislegt jafnræði er grundvallargildi og fá deila um að atkvæði landsmanna eigi að vega jafnt. Sú umræða verður að taka mið af því að horft sé til þess hvernig samfélagið er skipulagt og hvaða afleiðingar það hefur þegar vald, þjónusta og ákvarðanataka þjappast sífellt meira saman á einn stað. Íslenskt samfélag hefur um árabil þróast í þá átt að miða í vaxandi mæli við suðvesturhorn landsins. Kerfi, stjórnsýsla og þjónusta ganga í reynd út frá því að þar sé miðjan og að aðrir landshlutar aðlagi sig að henni. Þessi þróun er ekki einstök. Hún er orðin mun öfgakenndari hér en í flestum sambærilegum löndum ekki síst vegna smæðar samfélagsins. Allt á einum stað Jöfn atkvæði tryggja ekki sjálfkrafa jafna stöðu fólks í daglegu lífi. Lýðræði snýst ekki aðeins um kosningar heldur einnig um raunverulegt aðgengi að þjónustu, tækifærum og ákvarðanatöku. Þegar megnið af sérhæfðri þjónustu og opinberum störfum er staðsett á einum stað verður jafnræðið aðeins formlegt fremur en raunverulegt. Reynsla annarra landa sýnir skýrt hvert slík þróun getur leitt. Í Frakklandi hefur samþjöppun í kringum París skapað djúpa gjá milli miðju og jaðarsvæða með félagslegri fjarlægð og vantrausti í kjölfarið. Í Svíþjóð hefur stöðug fækkun í dreifðum byggðum leitt til lokunar innviða og aukins brottflutnings. Með markvissri valddreifingu líkt og í Noregi hefur tekist betur að viðhalda jafnvægi í byggðaþróun. Á Íslandi magnast þessi áhrif hraðar en víðast hvar. Þegar fólksfjölgun, fjárfestingar og tækifæri safnast á einn stað verður búsetuval fólks sífellt þrengra. Mörg flytja, ekki vegna þess að þau vilji það heldur vegna þess að kerfið gerir ráð fyrir því. Þá er vandinn ekki einstaklinganna heldur skipulagið sjálft. Kerfisbundið gegn dreifðri byggð Samþjöppun á sér sjaldnast stað vegna einnar stórrar ákvörðunar. Hún verður til í gegnum fjölda smárra ákvarðana sem allar virðast skynsamlegar einar og sér; sameining þjónustu, miðlæg stjórnun og hagkvæmnissjónarmið. Saman mynda þær þó kerfi sem vinnur kerfisbundið gegn dreifðri byggð. Sterkar landsbyggðir eru ekki rómantísk hugmynd heldur grundvallarinnviður samfélagsins. Það tengist fæðuöryggi, orkuöryggi, verðmætasköpun og viðbragðsgetu þjóðarinnar. Lönd sem hafa leyft stórum svæðum að veikjast samfélagslega glíma í dag við mikinn kostnað við að reyna að snúa þróuninni við. Oft án árangurs. Gefið að vilji sé til staðar. Hefur fólk raunverulegt val? Jöfnun atkvæðavægis getur verið rétt og sanngjarnt. Það verður að fara saman við markvissa valddreifingu. Annars er hætt við að lýðræðið verði jafnt í orði en ekki á borði. Raunverulegt jafnræði felst ekki aðeins í því hvernig kosið er heldur í því hvernig landið allt er byggt upp. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki hvort öll eigi jafnt atkvæði heldur hvort við viljum samfélag sem gengur út frá því að Ísland sé eitt þjónustusvæði eða land þar sem fólk getur raunverulega valið sér búsetu án þess að þurfa að fórna aðgengi, tækifærum eða lífsgæðum. Ef kerfið gerir ráð fyrir einni miðju og mörgum jaðrum þá er hætt við að landið allt verði jaðar að lokum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjördæmaskipan Norðurþing Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Umræða um jöfnun atkvæðavægis á Íslandi er bæði eðlileg og mikilvæg. Lýðræðislegt jafnræði er grundvallargildi og fá deila um að atkvæði landsmanna eigi að vega jafnt. Sú umræða verður að taka mið af því að horft sé til þess hvernig samfélagið er skipulagt og hvaða afleiðingar það hefur þegar vald, þjónusta og ákvarðanataka þjappast sífellt meira saman á einn stað. Íslenskt samfélag hefur um árabil þróast í þá átt að miða í vaxandi mæli við suðvesturhorn landsins. Kerfi, stjórnsýsla og þjónusta ganga í reynd út frá því að þar sé miðjan og að aðrir landshlutar aðlagi sig að henni. Þessi þróun er ekki einstök. Hún er orðin mun öfgakenndari hér en í flestum sambærilegum löndum ekki síst vegna smæðar samfélagsins. Allt á einum stað Jöfn atkvæði tryggja ekki sjálfkrafa jafna stöðu fólks í daglegu lífi. Lýðræði snýst ekki aðeins um kosningar heldur einnig um raunverulegt aðgengi að þjónustu, tækifærum og ákvarðanatöku. Þegar megnið af sérhæfðri þjónustu og opinberum störfum er staðsett á einum stað verður jafnræðið aðeins formlegt fremur en raunverulegt. Reynsla annarra landa sýnir skýrt hvert slík þróun getur leitt. Í Frakklandi hefur samþjöppun í kringum París skapað djúpa gjá milli miðju og jaðarsvæða með félagslegri fjarlægð og vantrausti í kjölfarið. Í Svíþjóð hefur stöðug fækkun í dreifðum byggðum leitt til lokunar innviða og aukins brottflutnings. Með markvissri valddreifingu líkt og í Noregi hefur tekist betur að viðhalda jafnvægi í byggðaþróun. Á Íslandi magnast þessi áhrif hraðar en víðast hvar. Þegar fólksfjölgun, fjárfestingar og tækifæri safnast á einn stað verður búsetuval fólks sífellt þrengra. Mörg flytja, ekki vegna þess að þau vilji það heldur vegna þess að kerfið gerir ráð fyrir því. Þá er vandinn ekki einstaklinganna heldur skipulagið sjálft. Kerfisbundið gegn dreifðri byggð Samþjöppun á sér sjaldnast stað vegna einnar stórrar ákvörðunar. Hún verður til í gegnum fjölda smárra ákvarðana sem allar virðast skynsamlegar einar og sér; sameining þjónustu, miðlæg stjórnun og hagkvæmnissjónarmið. Saman mynda þær þó kerfi sem vinnur kerfisbundið gegn dreifðri byggð. Sterkar landsbyggðir eru ekki rómantísk hugmynd heldur grundvallarinnviður samfélagsins. Það tengist fæðuöryggi, orkuöryggi, verðmætasköpun og viðbragðsgetu þjóðarinnar. Lönd sem hafa leyft stórum svæðum að veikjast samfélagslega glíma í dag við mikinn kostnað við að reyna að snúa þróuninni við. Oft án árangurs. Gefið að vilji sé til staðar. Hefur fólk raunverulegt val? Jöfnun atkvæðavægis getur verið rétt og sanngjarnt. Það verður að fara saman við markvissa valddreifingu. Annars er hætt við að lýðræðið verði jafnt í orði en ekki á borði. Raunverulegt jafnræði felst ekki aðeins í því hvernig kosið er heldur í því hvernig landið allt er byggt upp. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er því ekki hvort öll eigi jafnt atkvæði heldur hvort við viljum samfélag sem gengur út frá því að Ísland sé eitt þjónustusvæði eða land þar sem fólk getur raunverulega valið sér búsetu án þess að þurfa að fórna aðgengi, tækifærum eða lífsgæðum. Ef kerfið gerir ráð fyrir einni miðju og mörgum jaðrum þá er hætt við að landið allt verði jaðar að lokum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar