Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 22. janúar 2026 10:01 Þessa dagana er mikið rætt um Veitur og hvernig hagnaður þeirra rennur til eigenda. Að auki hefur verið bent á mikla hækkun á gjaldskrám Veitna sem bitnar náttúrulega fyrst og fremst á almenningi sem búsettur er á sölusvæði Veitna. Í framhaldinu fór ég að hugsa um þessa snilldarleið sem sveitarstjórnarmenn hafa fundið upp til að fara á svig við lögin til að afla tekna hjá sveitarfélaginu sínu og láta íbúana borga brúsann en samt án þess að hækka álögur á íbúana. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal þess gætt að þjónustugjöld fari ekki fram úr kostnaði þjónustunnar, þ.e. að ýmsir þjónustuhlutar, s.s. sorphirða, mega ekki fá hærri tekjur en kostnaður vegna þjónustunnar. En hvernig er hægt að leysa þetta. Það er dagljóst að sveitarfélag má ekki rukka meira fyrir þjónustu s.s. heitt vatn, sorphirðu, leikskóla o.s.frv. en kostnaður vegna hennar nemur. Þá kemur snilldarleiðin til sögunnar. Sveitarfélagið stofnar bara sér fyrirtæki um þjónustuna sem síðan rukkar notendur þjónustunnar samkvæmt heimatilbúinni gjaldskrá og hagnast ótæpilega. Síðan er hagnaðurinn greiddur til eigandans (sveitarfélagsins) sem arður og allir eru glaðir, nema kannski þeir sem þurfa að standa undir hagnaðnum. Því miður virðist allt of algengt að þessi aðferð sé stunduð til að fjármagna sveitarfélög á svig við lög. Sennilega er þetta löglegt en algerlega siðlaust. Hækkanir þessara fyrirtækja sveitarfélaganna verða svo til þess að verðbólga eykst, verðtryggð lán hækka, húsaleiga hækkar og almenningur hefur minni pening milli handanna eftir að hafa staðið skil á hækkunum sem ábyrgðarlaus fyrirtæki í eigu sveitarfélaga stofna til. Eftir standa sveitarstjórnarmenn og fría sig allri ábyrgð á hækkunum, enda var það fyrirtækið sem hækkað taxta en ekki sveitarfélagið. Við gerð síðustu kjarasamninga var mikið talað um að launahækkanir hafi svo mikil áhrif á verðbólgu. Því var gerð sú tilraun að semja um hófstilltar launahækkanir með von um að það yrði til þess að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið myndi líka leggjast á árarnar og halda verðhækkunum í skefjum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur atvinnulífið ekki tekið á sig raunverulega ábyrgð heldur einungis passað að hagnaður fyrirtækjanna og arðsemi þeirra haldi áfram að skila eigendunum milljörðum í vasann. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um Veitur og hvernig hagnaður þeirra rennur til eigenda. Að auki hefur verið bent á mikla hækkun á gjaldskrám Veitna sem bitnar náttúrulega fyrst og fremst á almenningi sem búsettur er á sölusvæði Veitna. Í framhaldinu fór ég að hugsa um þessa snilldarleið sem sveitarstjórnarmenn hafa fundið upp til að fara á svig við lögin til að afla tekna hjá sveitarfélaginu sínu og láta íbúana borga brúsann en samt án þess að hækka álögur á íbúana. Samkvæmt reglum um fjármál sveitarfélaga skal þess gætt að þjónustugjöld fari ekki fram úr kostnaði þjónustunnar, þ.e. að ýmsir þjónustuhlutar, s.s. sorphirða, mega ekki fá hærri tekjur en kostnaður vegna þjónustunnar. En hvernig er hægt að leysa þetta. Það er dagljóst að sveitarfélag má ekki rukka meira fyrir þjónustu s.s. heitt vatn, sorphirðu, leikskóla o.s.frv. en kostnaður vegna hennar nemur. Þá kemur snilldarleiðin til sögunnar. Sveitarfélagið stofnar bara sér fyrirtæki um þjónustuna sem síðan rukkar notendur þjónustunnar samkvæmt heimatilbúinni gjaldskrá og hagnast ótæpilega. Síðan er hagnaðurinn greiddur til eigandans (sveitarfélagsins) sem arður og allir eru glaðir, nema kannski þeir sem þurfa að standa undir hagnaðnum. Því miður virðist allt of algengt að þessi aðferð sé stunduð til að fjármagna sveitarfélög á svig við lög. Sennilega er þetta löglegt en algerlega siðlaust. Hækkanir þessara fyrirtækja sveitarfélaganna verða svo til þess að verðbólga eykst, verðtryggð lán hækka, húsaleiga hækkar og almenningur hefur minni pening milli handanna eftir að hafa staðið skil á hækkunum sem ábyrgðarlaus fyrirtæki í eigu sveitarfélaga stofna til. Eftir standa sveitarstjórnarmenn og fría sig allri ábyrgð á hækkunum, enda var það fyrirtækið sem hækkað taxta en ekki sveitarfélagið. Við gerð síðustu kjarasamninga var mikið talað um að launahækkanir hafi svo mikil áhrif á verðbólgu. Því var gerð sú tilraun að semja um hófstilltar launahækkanir með von um að það yrði til þess að ríki, sveitarfélög og atvinnulífið myndi líka leggjast á árarnar og halda verðhækkunum í skefjum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur atvinnulífið ekki tekið á sig raunverulega ábyrgð heldur einungis passað að hagnaður fyrirtækjanna og arðsemi þeirra haldi áfram að skila eigendunum milljörðum í vasann. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun