Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar 23. janúar 2026 09:01 Hræsni stjórnvalda er með ólíkindum, þegar kemur að nýju frumvarpi um lagareldi. Ekki er nóg með að frumvarpið líti út fyrir að hafa verið skrifað á skrifstofum sjókvíaeldisfyrirtækjanna, heldur fer það með beinum hætti gegn áformum stjórnvalda um lífræðilegan fjölbreytileika. Nú var nýverið haldin mikil silkihúfusamkoma í boði stjórnvalda. Þing var haldið í Silfurbergi í Hörpu, svokallað umhverfisþing þar sem meginþema var m.a. líffræðileg fjölbreytni. Það er gott að halda slíka ráðstefnur þar sem fólki gefst færi á að klappa fyrir sjálfu sér, básúna um háleit markmið, elska umhverfi sitt og náttúru. Þá er hægt krossa í þann reit, og gera svo ekkert umfram það. Íslenska þjóðin hefur undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity). Því ber Íslandi ber skylda að móta stefnu um líffræðilega fjölbreytni og uppfæra hana reglulega. Það hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra einmitt gert. Lagt fram stefnu Íslands um líffræðilegan fjölbreytileika, þar sem meginstefið er að málefni líffræðilegrar fjölbreyttni fái meira vægi í opinberi stefnumörkun, áætlanagerð og ákvörðunartöku á öllum stjórnsýslustigum. Í stefnu Jóhanns Páls segir einnig að mikilvægt sé að bregðast við framandi ágengum tegundum! Þetta er holur hljómur þar sem með einni hendi er skrifað undir þessa ágætu stefnu, en með hinni hendinni eru sömu stjórnvöld að leggja fram nýtt frumvarp um lagareldi þar sem auknar heimildir eru gefnar til ræktunar á framandi tegund (Norskum eldislaxi) með tilheyrandi áhættu fyrir staðbundna stofna sem nytjaðir hafa verið hér allt frá landnámi og eru enn í dag mikilvægur þáttur í að treysta búsetu um allt land. Þetta frumvarp er því miður allt í skötulíki, áhættumat um erfðablöndun er löngu sprungið enda hefur erfðablöndun mælst langt yfir mörkum í einstökum ám. Frumvarpið er að innleiða kvótakerfi, viðurlög við stroki fiska eru mjög veik, hvergi er tekið fram neitt um friðun landssvæða. Svo er það í höndum ráðherra að ákveða hvar burðarþolsmat fer fram, sem er galið í ljósi þess að hvergi á Íslandi hefur farið fram burðarþolsmat án þess að eldi fylgi á eftir. Eldisfyrirtækin eru eins og freki krakkinn á leikskólanum og allar opinberar stofnanir sem hafa með málin að gera, hafa ekki dug til þess að segja nei við neinu sem freki krakkinn vill, samanber ástandið í Seyðisfirði þar sem farið er á svig við lög og reglur án þess að hika til að þjónka norska laxeldiskónga. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fer svo fremst í flokki við að draga vagninn fyrir norska laxeldisiðnaðinn á Íslandi. Það er ótrúlegt að komið sé frumvarp til laga um lagareldi sem er verra en þau sem áður hafa komið fram og hafa ekki komist í gegn, sökum hversu umdeild þau hafa verið og hafa hallað á Íslenska náttúru. Merkilegt er að umgjörð um iðnað sem meirihluti þjóðarinnar er á andvígur skuli ekki fá neitt aðhald frá stjórnvöldum, sem haga sér frekar eins og klappstýrur iðnaðarins. Þetta er þyngra en tárum taki. Náttúran á ekki að fá að njóta vafans, samt er enginn vafi. Opið sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem hefur ítrekað skilið eftir sig sviðna jörð, bæði hér á landi sem og annarstaðar. Ætlum við virkilega ekki að læra af mistökum annara þjóða og fara sömu leið og Norðmenn, Skotar og Chilebúar þar sem menn glíma við sjúkdóma, mengun í fjörðum og genablöndun við villta stofna? Höfundur er landeigandi við Laxá í Aðaldal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hræsni stjórnvalda er með ólíkindum, þegar kemur að nýju frumvarpi um lagareldi. Ekki er nóg með að frumvarpið líti út fyrir að hafa verið skrifað á skrifstofum sjókvíaeldisfyrirtækjanna, heldur fer það með beinum hætti gegn áformum stjórnvalda um lífræðilegan fjölbreytileika. Nú var nýverið haldin mikil silkihúfusamkoma í boði stjórnvalda. Þing var haldið í Silfurbergi í Hörpu, svokallað umhverfisþing þar sem meginþema var m.a. líffræðileg fjölbreytni. Það er gott að halda slíka ráðstefnur þar sem fólki gefst færi á að klappa fyrir sjálfu sér, básúna um háleit markmið, elska umhverfi sitt og náttúru. Þá er hægt krossa í þann reit, og gera svo ekkert umfram það. Íslenska þjóðin hefur undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity). Því ber Íslandi ber skylda að móta stefnu um líffræðilega fjölbreytni og uppfæra hana reglulega. Það hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra einmitt gert. Lagt fram stefnu Íslands um líffræðilegan fjölbreytileika, þar sem meginstefið er að málefni líffræðilegrar fjölbreyttni fái meira vægi í opinberi stefnumörkun, áætlanagerð og ákvörðunartöku á öllum stjórnsýslustigum. Í stefnu Jóhanns Páls segir einnig að mikilvægt sé að bregðast við framandi ágengum tegundum! Þetta er holur hljómur þar sem með einni hendi er skrifað undir þessa ágætu stefnu, en með hinni hendinni eru sömu stjórnvöld að leggja fram nýtt frumvarp um lagareldi þar sem auknar heimildir eru gefnar til ræktunar á framandi tegund (Norskum eldislaxi) með tilheyrandi áhættu fyrir staðbundna stofna sem nytjaðir hafa verið hér allt frá landnámi og eru enn í dag mikilvægur þáttur í að treysta búsetu um allt land. Þetta frumvarp er því miður allt í skötulíki, áhættumat um erfðablöndun er löngu sprungið enda hefur erfðablöndun mælst langt yfir mörkum í einstökum ám. Frumvarpið er að innleiða kvótakerfi, viðurlög við stroki fiska eru mjög veik, hvergi er tekið fram neitt um friðun landssvæða. Svo er það í höndum ráðherra að ákveða hvar burðarþolsmat fer fram, sem er galið í ljósi þess að hvergi á Íslandi hefur farið fram burðarþolsmat án þess að eldi fylgi á eftir. Eldisfyrirtækin eru eins og freki krakkinn á leikskólanum og allar opinberar stofnanir sem hafa með málin að gera, hafa ekki dug til þess að segja nei við neinu sem freki krakkinn vill, samanber ástandið í Seyðisfirði þar sem farið er á svig við lög og reglur án þess að hika til að þjónka norska laxeldiskónga. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fer svo fremst í flokki við að draga vagninn fyrir norska laxeldisiðnaðinn á Íslandi. Það er ótrúlegt að komið sé frumvarp til laga um lagareldi sem er verra en þau sem áður hafa komið fram og hafa ekki komist í gegn, sökum hversu umdeild þau hafa verið og hafa hallað á Íslenska náttúru. Merkilegt er að umgjörð um iðnað sem meirihluti þjóðarinnar er á andvígur skuli ekki fá neitt aðhald frá stjórnvöldum, sem haga sér frekar eins og klappstýrur iðnaðarins. Þetta er þyngra en tárum taki. Náttúran á ekki að fá að njóta vafans, samt er enginn vafi. Opið sjókvíaeldi er mengandi iðnaður sem hefur ítrekað skilið eftir sig sviðna jörð, bæði hér á landi sem og annarstaðar. Ætlum við virkilega ekki að læra af mistökum annara þjóða og fara sömu leið og Norðmenn, Skotar og Chilebúar þar sem menn glíma við sjúkdóma, mengun í fjörðum og genablöndun við villta stofna? Höfundur er landeigandi við Laxá í Aðaldal.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun