Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar 21. janúar 2026 10:57 Ég man eftir einni stund þegar ég var ungur nemandi í framhaldsskóla þegar ég las á forsíðu dagblaðs fyrirsögn sem var á þá leið að mannkynið myndi deyja út. Þá var umræðan um alnæmi að komast í hámæli. Mér stóð ekki á sama og framtíðin varð skyndilega frekar dökk. Það eru fjórir áratugir síðan en ég man enn hvar ég var þegar ég las þessa fyrirsögn. Orð móta ekki aðeins umræðu heldur einnig upplifun fólks af framtíðinni. Það á sérstaklega við þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Þar fylgir orðum raunveruleg ábyrgð, ekki síst gagnvart börnum og ungmennum sem móta viðhorf sín út frá því hvernig samfélagið talar um áskoranir samtímans. Loftslagskvíði meðal ungs fólks er vaxandi vandamál og það er ekki tilviljun. Skautun hjálpar ekki Loftslagsumræðan í dag einkennist of mikið af skautun. Annars vegar eru skilaboð sem draga upp mynd af framtíð sem nánast er vonlaus og óhjákvæmileg. Hins vegar birtist umræðan oft í þeirri mynd að dregið sé úr alvarleika loftslagsvandans, efast um vísindalegan grundvöll hans eða gefið í skyn að vandinn sé ekki til eða stórlega ýktur. Hvorug þessara nálgana er ábyrg. Loftslagsvandinn verður hvorki leystur með ótta né afneitun. Þegar góð ábending fer út af sporinu Í umræðunni er gjarnan varað við því að börn og ungmenni alist upp við ótta við framtíðina. Sú ábending á rétt á sér. Óábyrg og einhliða umfjöllun getur aukið kvíða. Vandi skapast hins vegar þegar lausnin hefur það að markmiði að draga úr alvarleika loftslagsvandans sjálfs. Sú nálgun stenst hvorki sálfræðilega né vísindalega. Loftslagskvíði er skiljanlegt viðbragð Loftslagskvíði er ekki merki um veikleika heldur skiljanlegt viðbragð við upplifun af langvinnri og flókinni ógn. Fræðimenn greina á milli ólíkra birtingarmynda loftslagskvíða, meðal annars upplýsingakvíða þegar fólk verður fyrir stöðugum straumi ógnarfrétta án nægilegs samhengis, vanmáttarkvíða þegar vandinn virðist raunverulegur en lausnir óljósar, og ábyrgðarkvíða þegar einstaklingar, oft ungmenni, upplifa að byrðin sé lögð á þeirra herðar. Vanmáttur eykst þegar samhengið vantar Rannsóknir sýna að kvíði eykst einkum þegar fólk upplifir skort á stjórn og sér framtíðina sem óljósa og ófyrirsjáanlega. Kvíði minnkar aftur á móti þegar sýndar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Endurteknar fréttir af hamförum og hitametum, án samhengis eða umræðu um lausnir, geta aukið vanmáttartilfinningu. En hið sama á við þegar dregið er úr alvarleika vandans: það veitir ekki öryggi, heldur skapar óvissu og vantraust. Þegar vísindalegt samhengi er skilið eftir Hér liggur veikleiki þeirrar umræðu sem reglulega birtist í loftslagsdeilunni. Í stað þess að setja umræðuna í skýrt samhengi með vísan í viðurkennda vísindalega þekkingu er oft dregið úr vægi heildarsamantekta vísindasamfélagsins, til dæmis með því að gera lítið úr niðurstöðum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Jafnframt eru einstakar rannsóknir eða tölur dregnar fram án þess að þær séu settar í heildarsamhengi, til dæmis varðandi hafstrauma, losunarbókhald eða stöðu Íslands, þrátt fyrir að losun á mann hér á landi sé meðal þeirrar hæstu í heiminum. Þá er einnig algengt að gefið sé í skyn að vísindasamfélagið „vilji ekki birta niðurstöður“, „haldi aftur af góðum lausnum“ og „útiloki vísindamenn“, án haldbærra raka. Ábyrg miðlun dregur úr kvíða Einföld og áhrifarík leið til að draga úr loftslagskvíða er að breyta því hvernig við miðlum upplýsingum. Í stað þess að tala um loftslagsbreytingar með orðalagi sem gefur til kynna að tíminn sé nánast runninn út, ættum við að sýna hvar aðgerðir eru þegar að skila árangri – til dæmis hvernig tekist hefur að fá fólk til að kaupa frekar rafmagnsbíl en bíla sem aka á jarðefnaeldsneyti. Einnig hvernig við erum farin að nota lífrænan úrgang til að framleiða metangas sem t.d. er notað á strætisvagna og sorpbíla. Þegar fólk sér að breytingar eru mögulegar, eykst tilfinning um stjórn og kvíði minnkar. Ábyrg umfjöllun skapar traust Fagleg umfjöllun um loftslagsmál snýst hvorki um að magna upp ótta né um að gera lítið úr vandanum. Hún snýst um að útskýra raunverulegt umfang áskorunarinnar á skýran hátt, byggja á traustri þekkingu og sýna að til staðar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Ótti minnkar ekki með afneitun heldur með þekkingu, samhengi og trausti. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar fylgir orðum ábyrgð. Sú ábyrgð hvílir á okkur öllum. Við verðum því að vanda okkur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Eðvarðsson Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég man eftir einni stund þegar ég var ungur nemandi í framhaldsskóla þegar ég las á forsíðu dagblaðs fyrirsögn sem var á þá leið að mannkynið myndi deyja út. Þá var umræðan um alnæmi að komast í hámæli. Mér stóð ekki á sama og framtíðin varð skyndilega frekar dökk. Það eru fjórir áratugir síðan en ég man enn hvar ég var þegar ég las þessa fyrirsögn. Orð móta ekki aðeins umræðu heldur einnig upplifun fólks af framtíðinni. Það á sérstaklega við þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Þar fylgir orðum raunveruleg ábyrgð, ekki síst gagnvart börnum og ungmennum sem móta viðhorf sín út frá því hvernig samfélagið talar um áskoranir samtímans. Loftslagskvíði meðal ungs fólks er vaxandi vandamál og það er ekki tilviljun. Skautun hjálpar ekki Loftslagsumræðan í dag einkennist of mikið af skautun. Annars vegar eru skilaboð sem draga upp mynd af framtíð sem nánast er vonlaus og óhjákvæmileg. Hins vegar birtist umræðan oft í þeirri mynd að dregið sé úr alvarleika loftslagsvandans, efast um vísindalegan grundvöll hans eða gefið í skyn að vandinn sé ekki til eða stórlega ýktur. Hvorug þessara nálgana er ábyrg. Loftslagsvandinn verður hvorki leystur með ótta né afneitun. Þegar góð ábending fer út af sporinu Í umræðunni er gjarnan varað við því að börn og ungmenni alist upp við ótta við framtíðina. Sú ábending á rétt á sér. Óábyrg og einhliða umfjöllun getur aukið kvíða. Vandi skapast hins vegar þegar lausnin hefur það að markmiði að draga úr alvarleika loftslagsvandans sjálfs. Sú nálgun stenst hvorki sálfræðilega né vísindalega. Loftslagskvíði er skiljanlegt viðbragð Loftslagskvíði er ekki merki um veikleika heldur skiljanlegt viðbragð við upplifun af langvinnri og flókinni ógn. Fræðimenn greina á milli ólíkra birtingarmynda loftslagskvíða, meðal annars upplýsingakvíða þegar fólk verður fyrir stöðugum straumi ógnarfrétta án nægilegs samhengis, vanmáttarkvíða þegar vandinn virðist raunverulegur en lausnir óljósar, og ábyrgðarkvíða þegar einstaklingar, oft ungmenni, upplifa að byrðin sé lögð á þeirra herðar. Vanmáttur eykst þegar samhengið vantar Rannsóknir sýna að kvíði eykst einkum þegar fólk upplifir skort á stjórn og sér framtíðina sem óljósa og ófyrirsjáanlega. Kvíði minnkar aftur á móti þegar sýndar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Endurteknar fréttir af hamförum og hitametum, án samhengis eða umræðu um lausnir, geta aukið vanmáttartilfinningu. En hið sama á við þegar dregið er úr alvarleika vandans: það veitir ekki öryggi, heldur skapar óvissu og vantraust. Þegar vísindalegt samhengi er skilið eftir Hér liggur veikleiki þeirrar umræðu sem reglulega birtist í loftslagsdeilunni. Í stað þess að setja umræðuna í skýrt samhengi með vísan í viðurkennda vísindalega þekkingu er oft dregið úr vægi heildarsamantekta vísindasamfélagsins, til dæmis með því að gera lítið úr niðurstöðum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Jafnframt eru einstakar rannsóknir eða tölur dregnar fram án þess að þær séu settar í heildarsamhengi, til dæmis varðandi hafstrauma, losunarbókhald eða stöðu Íslands, þrátt fyrir að losun á mann hér á landi sé meðal þeirrar hæstu í heiminum. Þá er einnig algengt að gefið sé í skyn að vísindasamfélagið „vilji ekki birta niðurstöður“, „haldi aftur af góðum lausnum“ og „útiloki vísindamenn“, án haldbærra raka. Ábyrg miðlun dregur úr kvíða Einföld og áhrifarík leið til að draga úr loftslagskvíða er að breyta því hvernig við miðlum upplýsingum. Í stað þess að tala um loftslagsbreytingar með orðalagi sem gefur til kynna að tíminn sé nánast runninn út, ættum við að sýna hvar aðgerðir eru þegar að skila árangri – til dæmis hvernig tekist hefur að fá fólk til að kaupa frekar rafmagnsbíl en bíla sem aka á jarðefnaeldsneyti. Einnig hvernig við erum farin að nota lífrænan úrgang til að framleiða metangas sem t.d. er notað á strætisvagna og sorpbíla. Þegar fólk sér að breytingar eru mögulegar, eykst tilfinning um stjórn og kvíði minnkar. Ábyrg umfjöllun skapar traust Fagleg umfjöllun um loftslagsmál snýst hvorki um að magna upp ótta né um að gera lítið úr vandanum. Hún snýst um að útskýra raunverulegt umfang áskorunarinnar á skýran hátt, byggja á traustri þekkingu og sýna að til staðar eru raunhæfar leiðir til að bregðast við. Ótti minnkar ekki með afneitun heldur með þekkingu, samhengi og trausti. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar fylgir orðum ábyrgð. Sú ábyrgð hvílir á okkur öllum. Við verðum því að vanda okkur. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun