Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2026 10:17 Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Sigurðardóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun