Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2026 11:15 Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna. Í Kastljósþætti með Ingu Sæland talaði hún aftur og aftur um 47% drengja sem eru ólæsir og 53% drengja sem eru læsir og gengur vel. Hvaðan eru svona tölur og hvar er strikið sem skilur á milli læsis og ólæsis? Hvernig er þetta metið? Það var ekki annað að skilja á ráðherranum að hún ætlaði að kenna öllum börnum að lesa sem fyrst. Hún talaði um börn sem gætu lesið, og svo börn sem ekki hefðu lesskilning. Eru þá börn sem geta stautað sig í gegnum texta læs? Börn sem ekki skilja hvað þau lesa eru skv. mínum skilningi ólæs. Ég hef kennt í fjölda ára í norskum skólum, unnið sem ráðgjafi, tekið masters og doktorsgráðu í New York og rannsakað skólakerfið í Kurdistan í Norður Írak. Tel mig þarafleiðandi hafa yfirgripsmikla þekkingu á kennslu og námi barna. Hvort að einkunnir séu gefnar í bókstöfum, tölustöfum eða litum skiptir mig engu máli og það virðist sem þarna sé ákveðin íhaldssemi á ferðinni. Allt var betra áður fyrr. Börn minnihlutahópa eiga oft erfitt með lesskilning. Lestrarverkefni eru ekki nógu vel unnin um þann veruleika sem börnin þekkja. Ég minnist þess þegar ég var við nám í Kennaraháskóla Íslands í kringum 1980, að lestrarverkefni á prófi var „Leið tvö vaggaði niður Hverfisgötuna eins og andamamma með ungana sína“. Þetta vakti hörð viðbrögð okkar sem komum af landsbyggðinni. Sveitarómantíkin var þá eitthvað á undanhaldi og verkefni ekki lengur bara um „gamla Grána sem fór útyfir ána að hitta elskuna sína“. Málflutningur ráðherrans benti til að hún vissi afskaplega lítið um kennslu barna sem eru nýkomin (já og lengra komin). Skóli með aðgreiningu var að setja nýkomnu börnin í sérskóla þangað til þau kynnu íslensku og gætu farið í almennan skóla. Börn læra mest í leik og af öðrum börnum. Að aðgreina slíkt getur orðið til að börnin verði útundan. Þau kynnast ekki börnum í sínu heimahverfi og læra síður um samfélagið. Börn frá stríðshrjáðum löndum vita ekkert um strætó sem vaggar niður Hverfisgötu eða um gamla Grána. Ekki foreldrar þeirra heldur. Til að hafa lesskilning þarf einstaklingurinn að þekkja það sem það les, eða geta tengt það við sína kunnáttu. Bækur eru ekki lengur sjálfsagðar á heimilum. Þegar ég var barn var bara útvarp með barnatíma og svo var nóg af bókum. Tölvur voru langt inni í framtíðinni. Þegar sjónvarpið kom var það svart/hvítt og litina urðum við að ímynda okkur. Þess þarf ekki á spjaldtölvum nútímans. Ég óska Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra alls hins besta í baráttunni fyrir betri skóla. Styð hana heilshugar ef hún vinnur að því að bæta virðingu kennara. Höfundur er dósent við menntadeild Høgskulen på Vestlandet, campus Bergen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna. Í Kastljósþætti með Ingu Sæland talaði hún aftur og aftur um 47% drengja sem eru ólæsir og 53% drengja sem eru læsir og gengur vel. Hvaðan eru svona tölur og hvar er strikið sem skilur á milli læsis og ólæsis? Hvernig er þetta metið? Það var ekki annað að skilja á ráðherranum að hún ætlaði að kenna öllum börnum að lesa sem fyrst. Hún talaði um börn sem gætu lesið, og svo börn sem ekki hefðu lesskilning. Eru þá börn sem geta stautað sig í gegnum texta læs? Börn sem ekki skilja hvað þau lesa eru skv. mínum skilningi ólæs. Ég hef kennt í fjölda ára í norskum skólum, unnið sem ráðgjafi, tekið masters og doktorsgráðu í New York og rannsakað skólakerfið í Kurdistan í Norður Írak. Tel mig þarafleiðandi hafa yfirgripsmikla þekkingu á kennslu og námi barna. Hvort að einkunnir séu gefnar í bókstöfum, tölustöfum eða litum skiptir mig engu máli og það virðist sem þarna sé ákveðin íhaldssemi á ferðinni. Allt var betra áður fyrr. Börn minnihlutahópa eiga oft erfitt með lesskilning. Lestrarverkefni eru ekki nógu vel unnin um þann veruleika sem börnin þekkja. Ég minnist þess þegar ég var við nám í Kennaraháskóla Íslands í kringum 1980, að lestrarverkefni á prófi var „Leið tvö vaggaði niður Hverfisgötuna eins og andamamma með ungana sína“. Þetta vakti hörð viðbrögð okkar sem komum af landsbyggðinni. Sveitarómantíkin var þá eitthvað á undanhaldi og verkefni ekki lengur bara um „gamla Grána sem fór útyfir ána að hitta elskuna sína“. Málflutningur ráðherrans benti til að hún vissi afskaplega lítið um kennslu barna sem eru nýkomin (já og lengra komin). Skóli með aðgreiningu var að setja nýkomnu börnin í sérskóla þangað til þau kynnu íslensku og gætu farið í almennan skóla. Börn læra mest í leik og af öðrum börnum. Að aðgreina slíkt getur orðið til að börnin verði útundan. Þau kynnast ekki börnum í sínu heimahverfi og læra síður um samfélagið. Börn frá stríðshrjáðum löndum vita ekkert um strætó sem vaggar niður Hverfisgötu eða um gamla Grána. Ekki foreldrar þeirra heldur. Til að hafa lesskilning þarf einstaklingurinn að þekkja það sem það les, eða geta tengt það við sína kunnáttu. Bækur eru ekki lengur sjálfsagðar á heimilum. Þegar ég var barn var bara útvarp með barnatíma og svo var nóg af bókum. Tölvur voru langt inni í framtíðinni. Þegar sjónvarpið kom var það svart/hvítt og litina urðum við að ímynda okkur. Þess þarf ekki á spjaldtölvum nútímans. Ég óska Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra alls hins besta í baráttunni fyrir betri skóla. Styð hana heilshugar ef hún vinnur að því að bæta virðingu kennara. Höfundur er dósent við menntadeild Høgskulen på Vestlandet, campus Bergen.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun