Innlent

Þingið kallar á­fram eftir hug­myndum frá al­menningi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Alþingi hefur efnt til hugmyndasöfnunar.
Alþingi hefur efnt til hugmyndasöfnunar. Vísir/Vilhelm

Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár.

Efnt var til hugmyndasöfnunarinnar fyrir áramót líkt og Vísir fjallaði um í desember. Nú hefur Alþingi birt aðra tilkynningu á heimasíðu þingsins þar sem fram kemur að frestur hafi verið framlengdur.

„Hugmyndasöfnunin er opin öllum, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félagasamtök, stofnanir eða fyrirtæki. Kallað er eftir tillögum að verkefnum á dagskrá afmælisársins og geta hugmyndirnar verið af öllum toga; viðburðir, hönnun, miðlun efnis eða önnur verkefni – því fjölbreyttara, þeim mun betra. Ekki er gerð krafa um frekari þátttöku þeirra sem senda inn hugmyndir, en mögulega verður leitað til þeirra við frekari vinnslu tillagnanna,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×