Innlent

Tveir hand­teknir vegna al­var­legrar líkams­á­rásar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mennirnir sættu gæsluvarðhaldi fyrir sem hefur nú verið framlengt.
Mennirnir sættu gæsluvarðhaldi fyrir sem hefur nú verið framlengt. Vísir/Vilhelm

Tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Annar maðurinn er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynnt hafi verið um málið síðastliðinn föstudag þegar karlmaður fannst með alvarlega áverka utandyra í austurborginni.

Sama dag voru tveir menn handteknir í tengslum við málið og þeir síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fjórtánda janúar. Gæsluvarðhaldið yfir báðum mönnum var svo framlengt að kröfu lögreglu í héraðsdómi í dag.

Yngri maðurinn var þá úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en sá eldri í vikulangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×