Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2026 10:47 Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir ráðamenn í Tyrklandi, Egyptalandi, Sádi-Arabíu og í Pakistan hafa verið í samskiptum við Hvíta húsið um málið og að þeir óttist allsherjarstríð í Íran. Íranar eru sagðir hafa gert ríkisstjórnum nágrannaríkja sinna ljóst að geri Bandaríkjamenn árásir í Íran, til að styðja mótmælendur þar í landi, muni þeim árásum verða svarað. Það verði gert með eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Þá segir blaðamaður Reuters fréttaveitunnar í Mið-Austurlöndum að Bandaríkjamenn hafi gefið sumu starfsfólki í Al Udeid herstöðinni í Katar þá skipun að yfirgefa herstöðina í dag. Sambærileg skipun var gefin í aðdraganda árása Bandaríkjanna á Íran í júní. Þeim árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran var svarað með eldflaugaárás á Al Udeid. DOHA, Jan 14 (Reuters) - Some personnel were advised to leave the U.S. military's Al Udeid Air Base in Qatar by Wednesday evening, three diplomats told Reuters.The U.S. embassy in Doha had no immediate comment.Al Udeid is the Middle East's largest U.S. base housing around…— Timour Azhari (@timourazhari) January 14, 2026 Trump hefur heitið því að grípa inn í og mögulega með árásum, hefji klerkastjórnin aftökur á mótmælendum en þúsundir þeirra hafa verið handteknir á undanförnum dögum. Klerkastjórnin hefur í kjölfarið gefið til kynna að réttarhöld gegn mótmælendum muni standa stutt yfir og hinir seku verði fljótt teknir af lífi. Gholamhossein Mohseni-Ejei, sem er bæði forseti hæstaréttar Íran og æðsti embættismaður dómsmálakerfisins þar í landi, sagði í ávarpi sem birt var í ríkissjónvarpi Íran að ef til stæði að taka mótmælendur af lífi þyrfti að gera það strax. Ef biðin væri of löng myndi það ekki hafa sömu áhrif. „Ef það er gert of seint, tveimur, þremur mánuðum síðar, hefur það ekki sömu áhrif. Ef við viljum gera eitthvað, verðum við að gera það hratt.“ Fóru yfir möguleikanna í Hvíta húsinu Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins fundaði í gær en samkvæmt frétt Washington Post snerist sá fundur um að kanna hvaða möguleika Trump hefði þegar kæmi að mögulegum árásum eða annars konar aðgerðum í Íran. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa leitað til Evrópuríkja eftir uppástungum um möguleg skotmörk loftárása í Íran. Árásir koma til greina en einnig frekari efnahagsaðgerðir eða aukinn stuðningur við mótmælendur. Þá kemur einnig til greina, samkvæmt heimildarmönnum WP, að gera tölvuárásir í Íran. Þó Trump hafi hljómað vígreifur í garð klerkastjórnarinnar á opinberum vettvangi er hann sagður óöruggari í einrúmi. Íran Mótmælaalda í Íran Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu. 14. janúar 2026 06:50 Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. 13. janúar 2026 07:34 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir ráðamenn í Tyrklandi, Egyptalandi, Sádi-Arabíu og í Pakistan hafa verið í samskiptum við Hvíta húsið um málið og að þeir óttist allsherjarstríð í Íran. Íranar eru sagðir hafa gert ríkisstjórnum nágrannaríkja sinna ljóst að geri Bandaríkjamenn árásir í Íran, til að styðja mótmælendur þar í landi, muni þeim árásum verða svarað. Það verði gert með eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Þá segir blaðamaður Reuters fréttaveitunnar í Mið-Austurlöndum að Bandaríkjamenn hafi gefið sumu starfsfólki í Al Udeid herstöðinni í Katar þá skipun að yfirgefa herstöðina í dag. Sambærileg skipun var gefin í aðdraganda árása Bandaríkjanna á Íran í júní. Þeim árásum Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran var svarað með eldflaugaárás á Al Udeid. DOHA, Jan 14 (Reuters) - Some personnel were advised to leave the U.S. military's Al Udeid Air Base in Qatar by Wednesday evening, three diplomats told Reuters.The U.S. embassy in Doha had no immediate comment.Al Udeid is the Middle East's largest U.S. base housing around…— Timour Azhari (@timourazhari) January 14, 2026 Trump hefur heitið því að grípa inn í og mögulega með árásum, hefji klerkastjórnin aftökur á mótmælendum en þúsundir þeirra hafa verið handteknir á undanförnum dögum. Klerkastjórnin hefur í kjölfarið gefið til kynna að réttarhöld gegn mótmælendum muni standa stutt yfir og hinir seku verði fljótt teknir af lífi. Gholamhossein Mohseni-Ejei, sem er bæði forseti hæstaréttar Íran og æðsti embættismaður dómsmálakerfisins þar í landi, sagði í ávarpi sem birt var í ríkissjónvarpi Íran að ef til stæði að taka mótmælendur af lífi þyrfti að gera það strax. Ef biðin væri of löng myndi það ekki hafa sömu áhrif. „Ef það er gert of seint, tveimur, þremur mánuðum síðar, hefur það ekki sömu áhrif. Ef við viljum gera eitthvað, verðum við að gera það hratt.“ Fóru yfir möguleikanna í Hvíta húsinu Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins fundaði í gær en samkvæmt frétt Washington Post snerist sá fundur um að kanna hvaða möguleika Trump hefði þegar kæmi að mögulegum árásum eða annars konar aðgerðum í Íran. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa leitað til Evrópuríkja eftir uppástungum um möguleg skotmörk loftárása í Íran. Árásir koma til greina en einnig frekari efnahagsaðgerðir eða aukinn stuðningur við mótmælendur. Þá kemur einnig til greina, samkvæmt heimildarmönnum WP, að gera tölvuárásir í Íran. Þó Trump hafi hljómað vígreifur í garð klerkastjórnarinnar á opinberum vettvangi er hann sagður óöruggari í einrúmi.
Íran Mótmælaalda í Íran Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu. 14. janúar 2026 06:50 Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. 13. janúar 2026 07:34 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að grípa til afdráttarlausra aðgerða ef stjórnvöld í Íran hefja aftökur á handteknum mótmælendum. Trump hafði áður hótað ráðamönnum í Íran vegna ofbeldis gegn mótmælendum en áætlað er að yfir 2.500 manns hafi látist fram að þessu. 14. janúar 2026 06:50
Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. 13. janúar 2026 07:34