Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bjarki Sigurðsson skrifar 12. janúar 2026 10:37 Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara ákveður í dag hvort úrskurði héraðsdóms um að hafna gæsluvarðhaldskröfu yfir manni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði verði áfrýjað til Landsréttar eða ekki. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Helgi Bjartur Þorvarðarson er ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði ekki eftir gæsluvarðhaldi yfir Helga eftir að hann var fyrst handtekinn vegna málsins, þar sem embættið taldi sig skorta lagaskilyrði. Ákæra var gefin út á föstudag og krafðist þá héraðssaksóknari þess að Helgi yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Því var hafnað. Ákæruvaldið þarf að ákveða í dag hvort úrskurður héraðsdóms verði kærður til Landsréttar. Sendi frá sér yfirlýsingu Í morgun sendi Helgi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann hafi fallið á áfengisbindindi þetta kvöld og um nóttina verið kominn í „blackout“-ástand. „Þó að ég hafi verið í þessu ástandi þá hef ég það einfaldlega ekki í mér að vera fær um að gera það sem ég er sakaður um og er saklaus af þeirri ákæru. Þá er ákæran sjálf í miklu ósamræmi við gögn málsins að mínu mati. Það breytir þó engu um þá staðreynd að afleiðingarnar eru raunverulegar, alvarlegar og skelfilegar,“ segir í yfirlýsingunni. Foreldrarnir ósáttir með að hann gangi laus Foreldrar drengsins sem Helgi er grunaður um að hafa brotið á ræddu málið við Vísi um helgina. Þau segjast hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni. Þau upplifa sig í fangelsi á heimili sínu meðan Helgi gengur laus. „Þetta er verknaður manneskju sem getur verið fullkomlega fær að gera slíkt aftur. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist heldur eitthvað sem einhver gerði,“ sagði móðirin í sláandi viðtali sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. Sjá meira: Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Helgi Bjartur Þorvarðarson er ákærður fyrir að hafa nauðgað tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði ekki eftir gæsluvarðhaldi yfir Helga eftir að hann var fyrst handtekinn vegna málsins, þar sem embættið taldi sig skorta lagaskilyrði. Ákæra var gefin út á föstudag og krafðist þá héraðssaksóknari þess að Helgi yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Því var hafnað. Ákæruvaldið þarf að ákveða í dag hvort úrskurður héraðsdóms verði kærður til Landsréttar. Sendi frá sér yfirlýsingu Í morgun sendi Helgi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segist ekki sekur um þau brot sem hann er sakaður um. Hann hafi fallið á áfengisbindindi þetta kvöld og um nóttina verið kominn í „blackout“-ástand. „Þó að ég hafi verið í þessu ástandi þá hef ég það einfaldlega ekki í mér að vera fær um að gera það sem ég er sakaður um og er saklaus af þeirri ákæru. Þá er ákæran sjálf í miklu ósamræmi við gögn málsins að mínu mati. Það breytir þó engu um þá staðreynd að afleiðingarnar eru raunverulegar, alvarlegar og skelfilegar,“ segir í yfirlýsingunni. Foreldrarnir ósáttir með að hann gangi laus Foreldrar drengsins sem Helgi er grunaður um að hafa brotið á ræddu málið við Vísi um helgina. Þau segjast hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar héraðsdómur hafnaði gæsluvarðhaldskröfunni. Þau upplifa sig í fangelsi á heimili sínu meðan Helgi gengur laus. „Þetta er verknaður manneskju sem getur verið fullkomlega fær að gera slíkt aftur. Þetta er ekki eitthvað sem gerðist heldur eitthvað sem einhver gerði,“ sagði móðirin í sláandi viðtali sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. Sjá meira: Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði
Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira