23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 07:30 Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Ragnarsson Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er eina höfuðborg Norðurlanda þar sem allir borgarfulltrúar eru í 100% starfi hjá borginni. Heildarkostnaður við borgarfulltrúa í Reykjavík er tæplega 700 m.kr. á ári. Það er upplifun borgarbúa að stjórnsýsla og ákvarðanataka hjá Reykjavíkurborg sé of flókin, að of mikill tími borgarstjórnar fari mál sem skipta litlu, ákvarðanir taki langan tíma og kostnaður sé of mikill. Þessi upplifun borgarbúa endurspeglast í könnunum sem sýna að traust til borgarstjórnar er undir 10%. Þetta þarf ekki að vera svona. Sem leiðtogi Viðreisnar í borgarstjórn mun ég nýta þekkingu mína og reynslu til að einfalda kerfið, bæta ákvarðanatöku og endurvekja traust. Ég hef mikla reynslu sem bæjarstjóri og ráðgjafi í opinberri stjórnsýslu, en líka úr atvinnulífinu og hef menntun í góðum stjórnarháttum. Þessi reynsla og þekking mun skipta máli við að endurskipuleggja þungt og ósveigjanlegt stjórnkerfi. Í hinum höfuðborgum Norðurlanda er meirihluti borgarfulltrúa í hlutastarfi og sinna öðrum störfum samhliða. Lykilaðilar, eins og borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar eru í fullu starfi, sem eru 5% til 20% af fjölda fulltrúa. Á þann hátt verður skýrari lína milli pólitískrar stefnu, framkvæmdar og rekstrar. Að auki eru átta varaborgarfulltrúar í Reykjavík í 70% starfi, á launum sem eru hærri en meðallaun í landinu. Samtals eru því 31 fulltrúi sem vinna ekki við annað en að sitja í borgarstjórn. Er það kannski ástæða þess að hver borgarstjórnarfundur tekur 7-12 tíma og borgarbúar tengja lítið við það sem er að gerast? Alltof mikið af fólki sem þarf að koma sínu að. Einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu fyrirkomulagi í Reykjavík er að borgarstjórn ber sig saman við Alþingi, en ekki önnur sveitarfélög. Það er misskilningur sem þarf að leiðrétta. Reykjavíkurborg á meira sameiginlegt með Árborg en Alþingi. Það er ekki bara dýrt að vera með 31 borgarfulltrúa á launum, það er líka slæmt út frá góðum stjórnarháttum. Í hlutafélagi myndu eigendur aldrei samþykkja að öll stjórnin væri í fullu starfi því það veikir stöðu stjórnar varðandi eftirlit og ábyrgð. Eigendur félaga vilja að stjórnarmenn hafi önnur störf, öðlist reynslu og séu í tengslum við atvinnulíf og samfélag. Ekki að þeir séu inni í daglegum rekstri og verði samdauna núverandi ástandi. Hlutverk stjórna, hvort sem það er í hlutafélagi eða sveitarfélagi er að að setja stefnu, sinna eftirliti með rekstri og halda stjórnendum ábyrgum. Sem leiðtogi Viðreisnar mun ég beita mér fyrir breytingum í borgarstjórn til að bæta stjórnarhætti, auka traust og lækka kostnað. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun