Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar 16. desember 2025 14:30 Metfjöldi sem útskrifast í pípulögnum Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Á Hótel Nordica þann 16. september var ein fjölmennasta afhending sveinsbréfa frá upphafi, fjölmennustu hóparnir voru píparar og húsasmiðir. Áhuginn á pípulögnum hefur stóraukist og er mikill, skólar eru fullsetnir og komast færri að en vilja. Ungt fólk sér framtíð í faginu og biðröð er í að komast á samning hjá meistara. Samkvæmt opinberum gögnum fóru svo 23 sveinar í áframhaldandi nám í faginu á þessu ári og urðu löggiltir pípulagnameistarar. Eitthvað er þó umdeilt hvort rétt sé staðið að þessari löggildingu, ráðuneytis menntamála og Félag Pípulagnameistara FP finna vonandi rétta lendingu með það deilumál. Af hverju kallið þið mannin "pípara", af hverju ekki vatnsvirkja Að virkja okkar mikilvægu auðlind, sem er vatnið, er göfugt og mikilvægt starf, sem leggur grunninn að heilbrigðu og öruggu samfélagi. Með það í huga kemur upp nafngiftin vatnsvirki, sem lýsir kannski starfinu betur, í því felst virðisaukning og virðing, sem mætti vera. En pípulagningamaður náði fótfestu, og pípari, þrátt fyrir að farið var fyrir vatnsvirkja heitinu fyrir margt löngu. Rafvirkjar aftur á móti náðu fótfestu á virkjunarnafninu og þeir eru ekki kallaðir "rafarar" heldur rafvirkjar. En snúum okkur aftur að fagstéttinni. Hversu stór er fagstéttin Samkvæmt opinberum gögnum eiga Íslendingar 1.975 útskrifaða pípulagningamenn. Af þeim fjölda eru 562 löggitir pípulagnameistarar og svo 1.413 sveinar. Þessir 1.975 einstaklingar eru fagstéttin. Með þeim starfa svo lærlingar og aðstoðarmenn, sem flestir stefna á að klára námið, sveinsprófið. Fagfélög pípulagningamanna - Stuðningur Við þurfum að standa við bakið á pípurunum okkar, sem virkja vatnið, það var jú blásið í opinbert átak til að fjölga þeim. En hverjir standa við bakið á þeim. Það má lilega segja að það séu tvö félög og ein samtök, en áður fyrr voru þetta þrjú félög og ein samtök. Það var Sveinafélag Pípulagnamanna, sem gekk inn í Félag iðn og tæknifræðinga og svo lagnafélag Íslands, sem sá um fræðslumálin, þessi félög eru ekki starfandi í dag. Starfandi í dag er Félag pípulagnameistara (FP), með um 160 meistara innborðs og svo eru Samtök iðnaðarins (SI) með Meistarann, sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Þar eru um 50 Pípulagnameistarar, margir þeirra, og líklega flestir, eru einnig í félagi pípulagnameistara. Átakið - Hið opinbera og starfshópar Fyrir um sjö árum hóf hið opinbera, fagfélög og fleiri að hvetja menn í iðnnám, eins nefnt var hér að ofan, ákveðin vakning í gangi, við þurfum jú að virkja vatnið okkar, það verður ekki gert með bókvitinu einu saman. Eitthvað hefur vel unnist þar, þar sem fjöldinn hefur sannarlega aukist. Það er gott að sjá hvernig menn gátu unnið saman þar. Bæði hið opinbera, samtök og félög. Skólarnir hafa náð að laða til sín nemendur og vettvangar eins og vatnsidnadur.net hafa hvatt menn áfram, fræðslustarfið. Fræðslustarfið, hvatning - vatnsidnadur.net Fræðsluvefurinn vatnsidnadur.net hefur í tíu ár, já fyrir átakið, unnið að því að kynna fagið, hvetja til frekara náms, haldið úti fræðslu og umræðu, um hversu mikilvægt þetta starf er, mikilvægi vatnsins, og hvað sagan hefur kennt okkur. Gríðalegt gagnsafn upplýsinga og er óhætt að segja að um stærsta safn slíkra upplýsinga hérlendis sé að ræða. Það er líklega merki um ákveðið andvaraleysi að hið opinbera og þeirra stýrihópar og starfshópar virðast ekki meðvitaðir um fræðslustarfið og jákvæða uppbyggingu sem er í gangi hjá fagstéttunum, þetta með samtalið. Stór orð falla gjarnan á tillidögum um samtal og samvinnu við fagstéttirnar, sem virðist fara fram í ráherraskipuðum stýri- og starfshópum. Fagstéttin frétta svo kannski af skýrslum og niðurstöðum þegar að vatnsidnadur.net grefur upp þessar skýrslur og birtir fagstéttinni og öðrum áhugasömum um vatns, lagna og orkumál. Þá spyrja reyndir menn, sem hafa puttan á framleiðslunni og framvindunni: hverju ætla þau að breyta, reglugerðum og eftirliti, hvað með reynsluna og söguna, vita menn ekki af hverju öll þessu mistök voru gerð. Staðan í dag - Samtalið og stuðningur Félag Pípulagningameistara er búið að stefna Ríkinu fyrir kæruleysi, mistaka, í leyfisveitum meistarabréfa, vonandi mun samtalið ekki fara fram í dómsal á nýju ári. Félag Pípulagningameistara vildu ekki í ganga inn í Samtök iðnaðarins, um það var kosið á árinu, hafnað var aðild. Það er því nokkuð flókin staða í dag. Þessir um 50 meistarar í Meistarafélagi SI vita varla í hvor fótinn þeir eiga að stíga, með SI, þeim stóru samtökum, eða með 160 Félögum í Félagi Pípulagnameistara, sem er 95 ára gamalt hagsmunafélag pípara. Þessi staða er ekki góð fyrir fagstéttina, eða uppbyggileg, og mun sannarlega ekki hjálpa pípurunum okkar, þessum 1.975, þar með talið þeim sem okkur tókst að fá í námið með miklu átaki. Stöndum saman, tölum saman, hlúum að strákunum okkar. Styðjum við jákvætt og uppbyggilegt fræðslustarf. Höfundur er fræðslustjóri vatnsidnadur.net, löggiltur pípulagnameistari í FP og SI, vatnsvirki og tæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Stéttarfélög Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Metfjöldi sem útskrifast í pípulögnum Í ár 2025 útskrifuðust 105 nýsveinar í pípulögnum, sem er metfjöldi. Á Hótel Nordica þann 16. september var ein fjölmennasta afhending sveinsbréfa frá upphafi, fjölmennustu hóparnir voru píparar og húsasmiðir. Áhuginn á pípulögnum hefur stóraukist og er mikill, skólar eru fullsetnir og komast færri að en vilja. Ungt fólk sér framtíð í faginu og biðröð er í að komast á samning hjá meistara. Samkvæmt opinberum gögnum fóru svo 23 sveinar í áframhaldandi nám í faginu á þessu ári og urðu löggiltir pípulagnameistarar. Eitthvað er þó umdeilt hvort rétt sé staðið að þessari löggildingu, ráðuneytis menntamála og Félag Pípulagnameistara FP finna vonandi rétta lendingu með það deilumál. Af hverju kallið þið mannin "pípara", af hverju ekki vatnsvirkja Að virkja okkar mikilvægu auðlind, sem er vatnið, er göfugt og mikilvægt starf, sem leggur grunninn að heilbrigðu og öruggu samfélagi. Með það í huga kemur upp nafngiftin vatnsvirki, sem lýsir kannski starfinu betur, í því felst virðisaukning og virðing, sem mætti vera. En pípulagningamaður náði fótfestu, og pípari, þrátt fyrir að farið var fyrir vatnsvirkja heitinu fyrir margt löngu. Rafvirkjar aftur á móti náðu fótfestu á virkjunarnafninu og þeir eru ekki kallaðir "rafarar" heldur rafvirkjar. En snúum okkur aftur að fagstéttinni. Hversu stór er fagstéttin Samkvæmt opinberum gögnum eiga Íslendingar 1.975 útskrifaða pípulagningamenn. Af þeim fjölda eru 562 löggitir pípulagnameistarar og svo 1.413 sveinar. Þessir 1.975 einstaklingar eru fagstéttin. Með þeim starfa svo lærlingar og aðstoðarmenn, sem flestir stefna á að klára námið, sveinsprófið. Fagfélög pípulagningamanna - Stuðningur Við þurfum að standa við bakið á pípurunum okkar, sem virkja vatnið, það var jú blásið í opinbert átak til að fjölga þeim. En hverjir standa við bakið á þeim. Það má lilega segja að það séu tvö félög og ein samtök, en áður fyrr voru þetta þrjú félög og ein samtök. Það var Sveinafélag Pípulagnamanna, sem gekk inn í Félag iðn og tæknifræðinga og svo lagnafélag Íslands, sem sá um fræðslumálin, þessi félög eru ekki starfandi í dag. Starfandi í dag er Félag pípulagnameistara (FP), með um 160 meistara innborðs og svo eru Samtök iðnaðarins (SI) með Meistarann, sem eru félagsmenn meistarafélaga innan Samtaka iðnaðarins. Þar eru um 50 Pípulagnameistarar, margir þeirra, og líklega flestir, eru einnig í félagi pípulagnameistara. Átakið - Hið opinbera og starfshópar Fyrir um sjö árum hóf hið opinbera, fagfélög og fleiri að hvetja menn í iðnnám, eins nefnt var hér að ofan, ákveðin vakning í gangi, við þurfum jú að virkja vatnið okkar, það verður ekki gert með bókvitinu einu saman. Eitthvað hefur vel unnist þar, þar sem fjöldinn hefur sannarlega aukist. Það er gott að sjá hvernig menn gátu unnið saman þar. Bæði hið opinbera, samtök og félög. Skólarnir hafa náð að laða til sín nemendur og vettvangar eins og vatnsidnadur.net hafa hvatt menn áfram, fræðslustarfið. Fræðslustarfið, hvatning - vatnsidnadur.net Fræðsluvefurinn vatnsidnadur.net hefur í tíu ár, já fyrir átakið, unnið að því að kynna fagið, hvetja til frekara náms, haldið úti fræðslu og umræðu, um hversu mikilvægt þetta starf er, mikilvægi vatnsins, og hvað sagan hefur kennt okkur. Gríðalegt gagnsafn upplýsinga og er óhætt að segja að um stærsta safn slíkra upplýsinga hérlendis sé að ræða. Það er líklega merki um ákveðið andvaraleysi að hið opinbera og þeirra stýrihópar og starfshópar virðast ekki meðvitaðir um fræðslustarfið og jákvæða uppbyggingu sem er í gangi hjá fagstéttunum, þetta með samtalið. Stór orð falla gjarnan á tillidögum um samtal og samvinnu við fagstéttirnar, sem virðist fara fram í ráherraskipuðum stýri- og starfshópum. Fagstéttin frétta svo kannski af skýrslum og niðurstöðum þegar að vatnsidnadur.net grefur upp þessar skýrslur og birtir fagstéttinni og öðrum áhugasömum um vatns, lagna og orkumál. Þá spyrja reyndir menn, sem hafa puttan á framleiðslunni og framvindunni: hverju ætla þau að breyta, reglugerðum og eftirliti, hvað með reynsluna og söguna, vita menn ekki af hverju öll þessu mistök voru gerð. Staðan í dag - Samtalið og stuðningur Félag Pípulagningameistara er búið að stefna Ríkinu fyrir kæruleysi, mistaka, í leyfisveitum meistarabréfa, vonandi mun samtalið ekki fara fram í dómsal á nýju ári. Félag Pípulagningameistara vildu ekki í ganga inn í Samtök iðnaðarins, um það var kosið á árinu, hafnað var aðild. Það er því nokkuð flókin staða í dag. Þessir um 50 meistarar í Meistarafélagi SI vita varla í hvor fótinn þeir eiga að stíga, með SI, þeim stóru samtökum, eða með 160 Félögum í Félagi Pípulagnameistara, sem er 95 ára gamalt hagsmunafélag pípara. Þessi staða er ekki góð fyrir fagstéttina, eða uppbyggileg, og mun sannarlega ekki hjálpa pípurunum okkar, þessum 1.975, þar með talið þeim sem okkur tókst að fá í námið með miklu átaki. Stöndum saman, tölum saman, hlúum að strákunum okkar. Styðjum við jákvætt og uppbyggilegt fræðslustarf. Höfundur er fræðslustjóri vatnsidnadur.net, löggiltur pípulagnameistari í FP og SI, vatnsvirki og tæknifræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun