Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar 15. desember 2025 10:47 Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Það er ekki nóg fyrir háskóla að miðla þekkingu, sem er nú þegar til, heldur þarf háskóli líka að skapa nýja þekkingu og svo miðla henni áfram. Í umræðu um háskólastarf heyrast oft kröfur um skjótar niðurstöður, mælanlegar afurðir og bein tengsl við atvinnulíf. Slíkt skiptir auðvitað máli, en það sem gleymist stundum er að nýsköpun byggir nær alltaf á einhverju sem varð til í grunnrannsóknum, einhverju sem varð til vegna forvitni, gagnrýnnar hugsunar og hæfni til að rannsaka hið óþekkta. Og þar gegna doktorsnemar lykilhlutverki. Þeir eru ekki bara viðbót við rannsóknastarf heldur burðarás þess. Doktorsnemar hanna tilraunir, þróa aðferðir, greina gögn, skrifa styrkumsóknir og vísindagreinar og tengja rannsóknahópa í háskólunum okkar við alþjóðlegt rannsóknasamfélag. Staðreyndin er sú að án doktorsnema væri erfitt að halda úti öflugu vísindastarfi. Þegar doktorsnámi hnignar, þá veikjast rannsóknahópar, birtingum fækkar, alþjóðlegt samstarf dvínar og hæfnin til að sækja í samkeppnissjóði minnkar. Afleiðingarnar verða veikari nýsköpun enda fær hún sína næringu úr nýrri þekkingu. Grunnrannsóknir eru stundum vanmetnar vegna þess að þær lofa ekki alltaf einhverskonar afurð strax á næsta ársfjórðungi. Grunnrannsóknir skapa þó dýrmæt verkfæri í verkfærakistu framtíðarinnar sem er nýr skilningur, nýjar mæliaðferðir, ný líkön og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir og vandamál. Þegar slíkur grunnur er fyrir hendi geta háskólar, fyrirtæki og stofnanir byggt ofan á hann og þá verða til tæknilausnir, ný fyrirtæki, betri þjónusta, aukið öryggi, bætt heilbrigði og sterkari samfélagslegir innviðir. Samspil grunnrannsókna og nýsköpunar er lykilatriði hér enda er nýsköpun án grunnrannsókna fremur á yfirborðinu og endurbætir fremur en að umbreyta. Sömuleiðis eru grunnrannsóknir án tengingar við nýsköpun síður sýnilegar og nýttar. Sterkur háskóli þarf því hvort tveggja og þar er doktorsnámið mikilvægasti hlekkurinn. Í dag eru rúmlega 100 nemendur í doktorsnámi við HR. Ef við viljum að íslenskt þekkingarsamfélag haldi áfram að dafna, þurfum við að gera doktorsnám raunhæft og eftirsóknarvert. Við þurfum að tryggja stöðugleika í fjármögnun, styðja rannsóknainnviði, rækta alþjóðleg tengsl og skapa gott vinnuumhverfi. Það er ekki bara hagsmunamál háskóla, heldur samfélagsins alls. Hundrað doktorsgráður segja okkur að hér sé verið að byggja upp getu sem skiptir máli. Næsta skref er að halda áfram að efla hana og nýta, því framtíð nýsköpunar byggist á fólki sem fær rými til að spyrja, prófa og uppgötva, samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda, nýsköpunar og atvinnulíftengsla við HR.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar