Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 11. desember 2025 08:48 Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki fyrir samgöngur innanlands. Hann er tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar, lendingarstaður fyrir sjúkraflug og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Um árabil hefur þó tilvist hans verið ógnað. Fólk skiptist í fylkingar, vini eða óvini flugvallarins, eftir því hvort það vilji að hann fari úr Vatnsmýrinni eða ekki. Þannig hefur jafnframt myndast gjá milli ríkis og borgar og borgar og landsbyggðar. Staðreyndin er þó sú að ekki liggur fyrir önnur staðsetning á innanlandsflugvelli á höfuðborgarsvæðinu og þó svo væri er ljóst að uppbygging á nýjum flugvelli tekur langan tíma. Af samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar 2026-2040 má ráða að ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir að flugvöllurinn sé á förum á næstunni. Þvert á móti á að ráðast í uppbyggingu á nýrri flugstöð. Áætlunin gerir ráð fyrir því að byrjað verði að fjármagna nýja flugstöð árið 2029 og verkið standi yfir til 2040. Á sama tíma gerir aðalskipulag Reykjavíkurborgar þó ráð fyrir að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri leggist af árið 2032. Með öðrum orðum: borgin miðar við að rekstur flugvallarins hætti árið 2032 en ríkið miðar við að klára uppbyggingu á nýrri flugstöð árið 2040. Þarna blasir því við djúpstæð mótsögn á milli ríkis og borgar. Það byggir enginn flugstöð á flugvelli sem er ekki lengur til staðar. Breyta þarf Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar Árið 2019 gerðu ríki og borg samkomulag um að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur, á jafngóðum eða betri stað, væri tilbúinn. Sá staður hefur ekki verið fundinn. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafa skapað verulega óvissu um Hvassahraun sem mögulegt flugvallarstæði og því ólíklegt að fjármagni verði varið í að byggja þar flugvöll. Þrátt fyrir það virðist meirihluti borgarstjórnar ætla að halda fast í stefnu borgarinnar um að flugvöllurinn skuli víkja árið 2032. Jafnframt leggjast borgarfulltrúar meirihlutans gegn uppbyggingu á nýrri flugstöð. Innviðauppbyggingu sem er mikilvæg til þess að tryggja öryggi og þjónustu við flugfarþega. Þetta þarf þó ekki að vera togstreita. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er mannanna verk og því má breyta. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við í Framsókn til að rekstur Reykjavíkurflugvallar verði tryggður út gildistíma aðalskipulagsins. Orð og verk fara ekki saman Forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur nýlega viðurkennt að engin ákvörðun liggi fyrir um nýjan flugvöll og að það geti tekið áratugi að koma nýjum flugvelli í gagnið. Hún hefur jafnframt sagt að því verði að styrkja Reykjavíkurflugvöll á meðan enginn annar kostur er fyrir hendi. Þetta eru skynsamleg orð en þau stangast beint á við stefnu borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, þar sem gert er ráð fyrir að flugvöllurinn hætti starfsemi árið 2032. Spyrja verður því hvort að Samfylkingin ætli að endurskoða aðalskipulagið eða eru orð formannsins merkingarlaus? Hver er raunveruleg stefna flokksins? Orð eru til alls fyrst en án verka eru þau merkingarlaus. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun