Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 00:03 Björn segir framtaksleysi bæjarins bera vott um dystópíska forgangsröðun. Vísir/Samsett Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting. Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting.
Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira