Innlent

Eftir­för lög­reglu yfir Hellisheiðina

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Eftirförin náði yfir Hellisheiði.
Eftirförin náði yfir Hellisheiði. Vísir

Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar fjórir lögreglubílar veittu stolnu ökutæki eftirför í gærkvöldi. Tveir voru handteknir grunaðir um þjófnað.

Eigandi bifreiðarinnar segir í samtali við fréttastofu að úlpu hennar með bíllyklum hafi verið stolið í fatahengi á vinnustað hennar. Síðar sást til bifreiðarinnar við Olís í Norðlingaholti og náði lögreglan henni við Litlu Kaffistofuna. 

Þar sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerki lögreglu og við tók eftirför yfir Hellisheiðina. Lögreglan á Suðurlandi mætti bifreiðinni við Kambana þar sem eftirförinni lauk. 

Kona og maður voru handtekin á vettvangi grunuð um þjófnað og akstur undir áhrifum fíkniefna. Manninum var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu. Konan er enn í haldi lögreglu grunuð um fleiri brot. 

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×