Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:57 Oft er mikil vetrarfærð um Fjarðarheiði og reglulega er ófært um heiðina. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“ Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“
Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54