Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 2. desember 2025 16:48 Í kjölfar afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (BS) er ástæða til að staldra við og spyrja hvernig íslenskt samfélag raunverulega verndar börn. Hvernig er staðið að réttindum barna þegar á reynir – þegar framkvæmd stjórnsýslu, málsmeðferð og úrlausn mála barna er annars vegar? Við ígrundun kemur í ljós að þróun síðustu ára á Íslandi hefur að sumu leyti farið í óheppilega átt. Barnasáttmálinn hefur lagagildi hér á landi samkvæmt lögum nr. 19/2013 og bindur stjórnvöld, dómstóla og löggjafann. Grundvallarsjónarmið Barnasáttmálans – eins og að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi samkvæmt 3. gr. BSN og túlkun Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 14 – endurspeglast ekki nægjanlega í núverandi verklagi. Óljóst hugtak í lagalegu tómarúmi Hugtakið tálmun gegnir lykilhlutverki í þessu samhengi og vísar til þess þegar foreldri hindrar að barn njóti umgengni við hitt foreldrið. Í lagalegu tilliti má skilgreina tálmun sem vísvitandi og ólögmæta hindrun á framkvæmd lögfestrar eða lögmætrar umgengni barns og foreldris samkvæmt úrskurði, dómi eða samningi með réttaráhrif, enda liggi ekki fyrir málefnalegar ástæður sem varða öryggi eða velferð barns. Slík skilgreining myndi afmarka hugtakið gagnvart tímabundnum ágreiningi eða réttmætum öryggisráðstöfunum og tryggja að aðeins athafnir sem fela í sér raunverulega og ólögmæta hindrun falli undir viðurlög eða afskipti stjórnvalda. Vandinn er að tálmun er hvorki skýrt skilgreind í lögum né reglugerðum né bundin formlegri málsmeðferð dómstóla. Í framkvæmd hefur hugtakið þróast frá því að vera réttarfarslegt úrræði yfir í að verða óformlegt stjórnsýslutæki. Sýslumenn og starfsmenn barnaverndar beita því eftir eigin skilningi, án þess réttaröryggis og aðhalds sem formlegt ferli dómstóla veitir. Engar afmarkaðar sönnunarkröfur eru til staðar; oft nægja matskenndar ásakanir eins foreldris á hendur hinu. Afleiðingin er sú að ásakanir um „tálmun“ verða bæði ábyrgðarlausar og tortryggilegar – kerfið býður heim möguleikanum á misnotkun. Á sama tíma nýtur barnið ekki þeirrar lagaverndar sem 9. gr. BS krefst, um rétt barns til að halda tengslum við foreldra sína, né þeirrar málsmeðferðarverndar sem felst í 12. og 40. gr. BS. Þessi réttarþróun er að mestu ósýnileg almenningi – en hún er ekki ósýnileg börnunum sem lenda í hringiðunni. Þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, eins og að framkvæma aðför og fjarlægja barn frá heimili sínu til að þvinga fram umgengni, án þess að óháð mat fari fram, án fullnægjandi sönnunarfærslu og án raunhæfs andmælaréttar foreldrisins, þá er brotið gegn 3. gr. BS um það sem barni er fyrir bestu. Slíkar aðgerðir brjóta jafnframt í bága við leiðbeiningar Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 14, þar sem lögð er áhersla á að hagsmunir barnsins séu ekki notaðir sem yfirskyn, heldur raunveruleg efnisregla sem krefst formlegs, sönnunarhæfs og endurskoðanlegs ferlis. Þrjú kerfislæg vandamál Þegar lagahugtak er óskilgreint verður lagaleg staða þess ótrygg. Þegar beiting hugtaks er flutt úr réttarkerfi inn í stjórnsýslu án aðkomu dómstóla verður vernd barna veik. Þegar ásakanir um brot eru ekki háðar sönnun heldur eingöngu mati og tilfinningu, verður réttaröryggi foreldra veikt. Hér mætast þrír vankantar kerfisins sem saman skapa hættulegt umhverfi þar sem vald stjórnvalda getur farið að móta „staðreyndir“ í stað þess að staðreyndir stýri beitingu valdsins. Í slíku umhverfi getur geðþótti ráðið úrslitum í stað hlutlægrar sönnunarfærslu – andstætt 36. gr. BS, sem krefst verndar barna gegn misnotkun og geðþóttaákvörðunum stjórnvalda. Barnasáttmálinn lítur á réttaröryggi sem órjúfanlegan hluta réttinda barna – ekki tæknilegt aukaatriði, heldur skilyrði þess að barn njóti raunverulegrar verndar (AA nr. 5 og 10). Ef réttaröryggið bregst, þá bregst kerfið barninu. Lausnin – tálmun færð í dómsfarveg Lausnin við þessu er að færa meðferð tálmunarmála úr óskilgreindu og matskenndu stjórnsýsluferli yfir í skýrt afmarkaða, sönnunarhæfa og gagnsæja réttarfarslega málsmeðferð. Í praxís þýðir þetta að lögfesta tálmun sem sérstakt refsivert brot – en aðeins ef það sannast, að lokinni fullnægjandi rannsókn, að foreldri hafi af ásetningi hindrað lögmæta umgengni barns og foreldris. Þetta er í samræmi við 9. gr. BS og túlkun Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 20, sem krefst þess að aðskilnaður barns frá foreldri fari einungis fram á grundvelli ákvörðunar og í ferli sem er virkt í reynd og sætt getur endurskoðun dómstóla. Með því að lögbinda slíkt ferli verður hver ákvörðun háð gagnsæjum skilyrðum og dómsendurskoðun – í samræmi við 3. og 12. gr. BS og kröfu Barnaréttarnefndar í AA nr. 12 um rétt barns sem náð hefur aldri og þroska til að tjá sig í öllum málsmeðferðum. Ósannar ásakanir um tálmun - meiðyrði Tillagan felur jafnframt í sér að rangar ásakanir um tálmun verði bundnar refsiábyrgð og þannig verði komið í veg fyrir að kerfið hvetji ómeðvitað til óréttmætra ásakana, í trássi við 16. gr. BS um vernd einkalífs og mannlegrar reisnar barns og fjölskyldu. Með því að krefjast sönnunar og ábyrgðar er tryggt að ákvarðanir byggist á staðreyndum, ekki orðrómi – í anda AA nr. 13, þar sem nefndin áréttar að vernd gegn rangri eða skaðlegri meðferð krefst gagnsæis, ábyrgðar og sönnunarhæfs ferlis. Að lokum stendur eftir grundvallarspurning um inntak sjálfs réttarríkisins: Viljum við kerfi sem byggir á geðþóttaákvörðunum eða kerfi sem byggir á lögum? Viljum við að barn sé tekið nauðugt úr hendi foreldris síns á grundvelli mats og tilfinninga einnar stofnunar eða tryggja að dómstólar fari yfir mál af fullri varkárni áður en gripið er til svo alvarlegs úrræðis? Viljum við stjórnsýslu sem ómeðvitað hvetur til óábyrgra ásakana eða réttarkerfi sem hvetur til staðreynda og heiðarlegrar sönnunarfærslu? Tillagan að gera tálmun refsiverða og í framhaldi að vísvitandi rangar ásakanir verði refsiverðar, er ekki sett fram til að „setja foreldra í fangelsi“ að óathuguðu máli, heldur til að endurreisa réttaröryggi barna og færa gæði, sönnun og ábyrgð aftur inn í ramma réttarríkisins. Ákvarðanir sem snerta öryggi, stöðugleika, tilfinningatengsl og vernd barns gegn vanrækslu eða ofbeldi eiga að byggjast á staðreyndum, ekki geðþótta eins og krafist er skv. 3. gr. BS og AA nr. 14. Þetta er í fullu samræmi við megininntak Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi og að réttaröryggi sé forsenda þess að hægt sé að tryggja þá hagsmuni. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Í kjölfar afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (BS) er ástæða til að staldra við og spyrja hvernig íslenskt samfélag raunverulega verndar börn. Hvernig er staðið að réttindum barna þegar á reynir – þegar framkvæmd stjórnsýslu, málsmeðferð og úrlausn mála barna er annars vegar? Við ígrundun kemur í ljós að þróun síðustu ára á Íslandi hefur að sumu leyti farið í óheppilega átt. Barnasáttmálinn hefur lagagildi hér á landi samkvæmt lögum nr. 19/2013 og bindur stjórnvöld, dómstóla og löggjafann. Grundvallarsjónarmið Barnasáttmálans – eins og að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi samkvæmt 3. gr. BSN og túlkun Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 14 – endurspeglast ekki nægjanlega í núverandi verklagi. Óljóst hugtak í lagalegu tómarúmi Hugtakið tálmun gegnir lykilhlutverki í þessu samhengi og vísar til þess þegar foreldri hindrar að barn njóti umgengni við hitt foreldrið. Í lagalegu tilliti má skilgreina tálmun sem vísvitandi og ólögmæta hindrun á framkvæmd lögfestrar eða lögmætrar umgengni barns og foreldris samkvæmt úrskurði, dómi eða samningi með réttaráhrif, enda liggi ekki fyrir málefnalegar ástæður sem varða öryggi eða velferð barns. Slík skilgreining myndi afmarka hugtakið gagnvart tímabundnum ágreiningi eða réttmætum öryggisráðstöfunum og tryggja að aðeins athafnir sem fela í sér raunverulega og ólögmæta hindrun falli undir viðurlög eða afskipti stjórnvalda. Vandinn er að tálmun er hvorki skýrt skilgreind í lögum né reglugerðum né bundin formlegri málsmeðferð dómstóla. Í framkvæmd hefur hugtakið þróast frá því að vera réttarfarslegt úrræði yfir í að verða óformlegt stjórnsýslutæki. Sýslumenn og starfsmenn barnaverndar beita því eftir eigin skilningi, án þess réttaröryggis og aðhalds sem formlegt ferli dómstóla veitir. Engar afmarkaðar sönnunarkröfur eru til staðar; oft nægja matskenndar ásakanir eins foreldris á hendur hinu. Afleiðingin er sú að ásakanir um „tálmun“ verða bæði ábyrgðarlausar og tortryggilegar – kerfið býður heim möguleikanum á misnotkun. Á sama tíma nýtur barnið ekki þeirrar lagaverndar sem 9. gr. BS krefst, um rétt barns til að halda tengslum við foreldra sína, né þeirrar málsmeðferðarverndar sem felst í 12. og 40. gr. BS. Þessi réttarþróun er að mestu ósýnileg almenningi – en hún er ekki ósýnileg börnunum sem lenda í hringiðunni. Þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, eins og að framkvæma aðför og fjarlægja barn frá heimili sínu til að þvinga fram umgengni, án þess að óháð mat fari fram, án fullnægjandi sönnunarfærslu og án raunhæfs andmælaréttar foreldrisins, þá er brotið gegn 3. gr. BS um það sem barni er fyrir bestu. Slíkar aðgerðir brjóta jafnframt í bága við leiðbeiningar Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 14, þar sem lögð er áhersla á að hagsmunir barnsins séu ekki notaðir sem yfirskyn, heldur raunveruleg efnisregla sem krefst formlegs, sönnunarhæfs og endurskoðanlegs ferlis. Þrjú kerfislæg vandamál Þegar lagahugtak er óskilgreint verður lagaleg staða þess ótrygg. Þegar beiting hugtaks er flutt úr réttarkerfi inn í stjórnsýslu án aðkomu dómstóla verður vernd barna veik. Þegar ásakanir um brot eru ekki háðar sönnun heldur eingöngu mati og tilfinningu, verður réttaröryggi foreldra veikt. Hér mætast þrír vankantar kerfisins sem saman skapa hættulegt umhverfi þar sem vald stjórnvalda getur farið að móta „staðreyndir“ í stað þess að staðreyndir stýri beitingu valdsins. Í slíku umhverfi getur geðþótti ráðið úrslitum í stað hlutlægrar sönnunarfærslu – andstætt 36. gr. BS, sem krefst verndar barna gegn misnotkun og geðþóttaákvörðunum stjórnvalda. Barnasáttmálinn lítur á réttaröryggi sem órjúfanlegan hluta réttinda barna – ekki tæknilegt aukaatriði, heldur skilyrði þess að barn njóti raunverulegrar verndar (AA nr. 5 og 10). Ef réttaröryggið bregst, þá bregst kerfið barninu. Lausnin – tálmun færð í dómsfarveg Lausnin við þessu er að færa meðferð tálmunarmála úr óskilgreindu og matskenndu stjórnsýsluferli yfir í skýrt afmarkaða, sönnunarhæfa og gagnsæja réttarfarslega málsmeðferð. Í praxís þýðir þetta að lögfesta tálmun sem sérstakt refsivert brot – en aðeins ef það sannast, að lokinni fullnægjandi rannsókn, að foreldri hafi af ásetningi hindrað lögmæta umgengni barns og foreldris. Þetta er í samræmi við 9. gr. BS og túlkun Barnaréttarnefndar í almennri athugasemd nr. 20, sem krefst þess að aðskilnaður barns frá foreldri fari einungis fram á grundvelli ákvörðunar og í ferli sem er virkt í reynd og sætt getur endurskoðun dómstóla. Með því að lögbinda slíkt ferli verður hver ákvörðun háð gagnsæjum skilyrðum og dómsendurskoðun – í samræmi við 3. og 12. gr. BS og kröfu Barnaréttarnefndar í AA nr. 12 um rétt barns sem náð hefur aldri og þroska til að tjá sig í öllum málsmeðferðum. Ósannar ásakanir um tálmun - meiðyrði Tillagan felur jafnframt í sér að rangar ásakanir um tálmun verði bundnar refsiábyrgð og þannig verði komið í veg fyrir að kerfið hvetji ómeðvitað til óréttmætra ásakana, í trássi við 16. gr. BS um vernd einkalífs og mannlegrar reisnar barns og fjölskyldu. Með því að krefjast sönnunar og ábyrgðar er tryggt að ákvarðanir byggist á staðreyndum, ekki orðrómi – í anda AA nr. 13, þar sem nefndin áréttar að vernd gegn rangri eða skaðlegri meðferð krefst gagnsæis, ábyrgðar og sönnunarhæfs ferlis. Að lokum stendur eftir grundvallarspurning um inntak sjálfs réttarríkisins: Viljum við kerfi sem byggir á geðþóttaákvörðunum eða kerfi sem byggir á lögum? Viljum við að barn sé tekið nauðugt úr hendi foreldris síns á grundvelli mats og tilfinninga einnar stofnunar eða tryggja að dómstólar fari yfir mál af fullri varkárni áður en gripið er til svo alvarlegs úrræðis? Viljum við stjórnsýslu sem ómeðvitað hvetur til óábyrgra ásakana eða réttarkerfi sem hvetur til staðreynda og heiðarlegrar sönnunarfærslu? Tillagan að gera tálmun refsiverða og í framhaldi að vísvitandi rangar ásakanir verði refsiverðar, er ekki sett fram til að „setja foreldra í fangelsi“ að óathuguðu máli, heldur til að endurreisa réttaröryggi barna og færa gæði, sönnun og ábyrgð aftur inn í ramma réttarríkisins. Ákvarðanir sem snerta öryggi, stöðugleika, tilfinningatengsl og vernd barns gegn vanrækslu eða ofbeldi eiga að byggjast á staðreyndum, ekki geðþótta eins og krafist er skv. 3. gr. BS og AA nr. 14. Þetta er í fullu samræmi við megininntak Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að hagsmunir barns séu ávallt í fyrirrúmi og að réttaröryggi sé forsenda þess að hægt sé að tryggja þá hagsmuni. Höfundur er lögfræðingur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun