Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar 1. desember 2025 14:32 Í morgun birti Morgunblaðið forsíðufrétt sem bar fyrirsögnina „stórhækkun erfðafjárskatts“. Í fréttinni er látið að því liggja að erfðafjárskattur sé annars vegar að hækka mikið á milli ára og hins vegar að það sé vegna breytinga sem Skatturinn hefur lagt til að gerðar verði á lögum um erfðafjárskatt til að loka ákveðinni skattaglufu. Svo svífur andi þess að allt sé þetta hápólitískur ásetningur ríkisstjórnarinnar sem vilji hækka alla skatta. Allt er þetta kolrangt. Látum vera að stjórnarandstaðan og fylgitungl hennar í fjölmiðlum og Borgartúni átta sig almennt ekki á muninum á sköttum, sem allir þurfa að borga óháð því hvort þeir nýti sér þjónustu eða ekki, og gjöldum, sem notendur þjónustu greiða, þegar þau reikna sig upp í einhverjar galnar upphæðir til að kalla skattahækkanir. Það er vissulega ósvífið, en má flokkast sem pólitík og ekki því vísvitandi óheilindi. Annað gildir um framsetninguna varðandi erfðafjárskattinn. Erfðafjárskattur skilar því sama og í ár Til að byrja með er erfðafjárskattur 10 prósent. Hann er greiddur af öllum eignum sem erfast yfir 6,5 milljónum króna (það frítekjumark hækkar árlega í samræmi við verðbólgu). Samkvæmt lögum um erfðafjárskatt skal skattstofn hans vera heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta. Með heildarverðmæti er átt við „almennt markaðsverðmæti viðkomandi eigna“. Í fjárlagafrumvarpinu sem var lagt fram í september var gert ráð fyrir að tekjur vegna erfðafjárskatts yrðu nokkuð lægri á næsta ári en í ár. Síðan var framkvæmt endurmat á þeim tekjum milli umræðna og það endurmat sett fram í minnisblaði dagsett 28. nóvember síðastliðinn. Þar segir að „erfðafjárskattur 2026 haldist í megindráttum óbreyttur frá 2025 í krónum talið, en lækki sem hlutfall af VLF.“ Á mannamáli þýðir það að erfðafjárskattur verður, í krónum talið, meira og minna sá sami á næsta ári og hann var í ár. Sem hlutfall af landsframleiðslu mun hann hins vegar lækka. Hvernig þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var einn andlag tveggja skrautlegra frétta á forsíðu Morgunblaðsins í dag, reiknaði sig niður á að þetta þýði 2,1 milljarða króna aukningu á erfðafjárskatti er mér hulin ráðgáta. En þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta. Þegar fólk á almennt meira, þá hækkar erfðafjárskattur Ef þingmaðurinn er að horfa til þess að endurmat sem framkvæmt var milli umræðna um fjárlög hafi skilað hærri áætluðum tekjum þá er það kostuleg nálgun. Sérstaklega þegar horft er til þess að erfðafjárskattur hefur hækkað mikið á síðustu árum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hans sat í ríkisstjórn. Sú hækkun var tilkomin vegna þess að virði eigna sem voru að erfast, sérstaklega fasteigna, hefur rokið upp á síðustu árum. Til viðbótar hafa komið stórir einskiptisliðir vegna andláts efnamikilla einstaklinga, sem gerðist meðal annars árið 2022. Í fyrirframgreiddum arfi var svo töluverð aukning árið 2020 og hefur hann verið hár síðan þá. Samkvæmt áðurnefndu minnisblaði eiga tveir þættir einkum stóran þátt í þessari hækkun. „Annars vegar hafa fáir einstaklingar fært miklar eignir á milli kynslóða með fyrirframgreiddum arfi á þessu tímabili og því er vægi stórra einskiptisliða mikið. Hins vegar eru vísbendingar um að foreldrar séu í auknum mæli að styðja börnin sín á fasteignamarkaði með greiðslu fyrirframgreidds arfs.“ Þetta varð allt til þess að erfðafjárskattur fór úr því að skila ríkissjóði 8,4 milljörðum króna vegna tekjuársins 2021 en 14,7 milljörðum króna árið 2024. Samkvæmt rökleiðslu þingmannsins á forsíðu Morgunblaðsins í dag þá „stórhækkaði“ erfðafjárskattur því um 6,3 milljarða króna á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hugmynd um að loka glufu Það sem hefur þvælt mjög þessa umræðu er að þingmaðurinn og Morgunblaðið blanda tekjum vegna erfðafjárskatts saman við breytingartillögu, ættaða frá Skattinum, sem ætlað er að afnema glufu sem einhverjir hafa getað nýtt sér til að greiða lægri erfðafjárskatt en aðrir. Það liggur ekkert fyrir hverju hún myndi skila í nýjum tekjum. Breytingartillagan á rætur sínar að rekja til nýlegs úrskurðar yfirskattanefndar þar sem komist var komist að þeirri niðurstöðu að erfðafjárskattur af eignarhlut í félagi skyldi miðast við bókfært virði eiginfjár félagsins og að ekki hefði verið heimilt að gera leiðréttingar þannig að virði fasteigna í eigu félagsins væru uppreiknaðar til samræmis við skráð fasteignamat. Með breytingunni er ætlunin að skýra að erfðafjárskattur skuli eftir sem áður reiknaður af markaðsverði allra eigna, eða verði sem telja má að endurspegli markaðsverð eða því næst. Þá er lögð til breyting sem snýr að því að í lögum um erfðafjárskatt komi skýrt fram að ríkisskattstjóri hafi heimild til endurákvörðunar og að sömu tímamörk gildi og koma fram í lögum um tekjuskatt. Tilgangurinn helgar sennilega meðalið Málið er ekki afgreitt. Það er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd og í síðustu viku var skilað nokkrum umsögnum sem voru neikvæðar. Þar á meðal frá Deloitte Legal, sem sá um málið fyrir yfirskattanefnd, sem segir í sinni umsögn: „Af því að Skatturinn tapaði þessu máli þá er hlaupið til og lagt verður til að lögunum sé breytt svo þau samrýmist þessari skapandi túlkun. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, sér í lagi í ljósi þess hversu skammur undirbúningstíminn er og augljós skortur á samráði. Lagabreytingin er nefnilega gölluð líkt og nánar verður hér rakið.“ Formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði það skýrt við mbl.is að engin ákvörðun hafi verið tekin um þessa breytingartillögu. Orðrétt var haft eftir henni: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um það, satt að segja. Við erum að ljúka gestakomum og erum að rýna í þau gögn sem við höfum undir höndum.“ Kannski hefði Morgunblaðið, systurmiðill mbl.is, átt að heyra í henni áður en það birti forsíðufréttina sína. En það hefur sennilega ekki rímað við tilganginn. Meðalið hefur enn og aftur helgað það að selja ranglega þá hugmynd að verkstjórnin væri að hækka erfðafjárskatt, sem hún hefur ekki hreyft við að neinu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Í morgun birti Morgunblaðið forsíðufrétt sem bar fyrirsögnina „stórhækkun erfðafjárskatts“. Í fréttinni er látið að því liggja að erfðafjárskattur sé annars vegar að hækka mikið á milli ára og hins vegar að það sé vegna breytinga sem Skatturinn hefur lagt til að gerðar verði á lögum um erfðafjárskatt til að loka ákveðinni skattaglufu. Svo svífur andi þess að allt sé þetta hápólitískur ásetningur ríkisstjórnarinnar sem vilji hækka alla skatta. Allt er þetta kolrangt. Látum vera að stjórnarandstaðan og fylgitungl hennar í fjölmiðlum og Borgartúni átta sig almennt ekki á muninum á sköttum, sem allir þurfa að borga óháð því hvort þeir nýti sér þjónustu eða ekki, og gjöldum, sem notendur þjónustu greiða, þegar þau reikna sig upp í einhverjar galnar upphæðir til að kalla skattahækkanir. Það er vissulega ósvífið, en má flokkast sem pólitík og ekki því vísvitandi óheilindi. Annað gildir um framsetninguna varðandi erfðafjárskattinn. Erfðafjárskattur skilar því sama og í ár Til að byrja með er erfðafjárskattur 10 prósent. Hann er greiddur af öllum eignum sem erfast yfir 6,5 milljónum króna (það frítekjumark hækkar árlega í samræmi við verðbólgu). Samkvæmt lögum um erfðafjárskatt skal skattstofn hans vera heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta. Með heildarverðmæti er átt við „almennt markaðsverðmæti viðkomandi eigna“. Í fjárlagafrumvarpinu sem var lagt fram í september var gert ráð fyrir að tekjur vegna erfðafjárskatts yrðu nokkuð lægri á næsta ári en í ár. Síðan var framkvæmt endurmat á þeim tekjum milli umræðna og það endurmat sett fram í minnisblaði dagsett 28. nóvember síðastliðinn. Þar segir að „erfðafjárskattur 2026 haldist í megindráttum óbreyttur frá 2025 í krónum talið, en lækki sem hlutfall af VLF.“ Á mannamáli þýðir það að erfðafjárskattur verður, í krónum talið, meira og minna sá sami á næsta ári og hann var í ár. Sem hlutfall af landsframleiðslu mun hann hins vegar lækka. Hvernig þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var einn andlag tveggja skrautlegra frétta á forsíðu Morgunblaðsins í dag, reiknaði sig niður á að þetta þýði 2,1 milljarða króna aukningu á erfðafjárskatti er mér hulin ráðgáta. En þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta. Þegar fólk á almennt meira, þá hækkar erfðafjárskattur Ef þingmaðurinn er að horfa til þess að endurmat sem framkvæmt var milli umræðna um fjárlög hafi skilað hærri áætluðum tekjum þá er það kostuleg nálgun. Sérstaklega þegar horft er til þess að erfðafjárskattur hefur hækkað mikið á síðustu árum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn hans sat í ríkisstjórn. Sú hækkun var tilkomin vegna þess að virði eigna sem voru að erfast, sérstaklega fasteigna, hefur rokið upp á síðustu árum. Til viðbótar hafa komið stórir einskiptisliðir vegna andláts efnamikilla einstaklinga, sem gerðist meðal annars árið 2022. Í fyrirframgreiddum arfi var svo töluverð aukning árið 2020 og hefur hann verið hár síðan þá. Samkvæmt áðurnefndu minnisblaði eiga tveir þættir einkum stóran þátt í þessari hækkun. „Annars vegar hafa fáir einstaklingar fært miklar eignir á milli kynslóða með fyrirframgreiddum arfi á þessu tímabili og því er vægi stórra einskiptisliða mikið. Hins vegar eru vísbendingar um að foreldrar séu í auknum mæli að styðja börnin sín á fasteignamarkaði með greiðslu fyrirframgreidds arfs.“ Þetta varð allt til þess að erfðafjárskattur fór úr því að skila ríkissjóði 8,4 milljörðum króna vegna tekjuársins 2021 en 14,7 milljörðum króna árið 2024. Samkvæmt rökleiðslu þingmannsins á forsíðu Morgunblaðsins í dag þá „stórhækkaði“ erfðafjárskattur því um 6,3 milljarða króna á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Hugmynd um að loka glufu Það sem hefur þvælt mjög þessa umræðu er að þingmaðurinn og Morgunblaðið blanda tekjum vegna erfðafjárskatts saman við breytingartillögu, ættaða frá Skattinum, sem ætlað er að afnema glufu sem einhverjir hafa getað nýtt sér til að greiða lægri erfðafjárskatt en aðrir. Það liggur ekkert fyrir hverju hún myndi skila í nýjum tekjum. Breytingartillagan á rætur sínar að rekja til nýlegs úrskurðar yfirskattanefndar þar sem komist var komist að þeirri niðurstöðu að erfðafjárskattur af eignarhlut í félagi skyldi miðast við bókfært virði eiginfjár félagsins og að ekki hefði verið heimilt að gera leiðréttingar þannig að virði fasteigna í eigu félagsins væru uppreiknaðar til samræmis við skráð fasteignamat. Með breytingunni er ætlunin að skýra að erfðafjárskattur skuli eftir sem áður reiknaður af markaðsverði allra eigna, eða verði sem telja má að endurspegli markaðsverð eða því næst. Þá er lögð til breyting sem snýr að því að í lögum um erfðafjárskatt komi skýrt fram að ríkisskattstjóri hafi heimild til endurákvörðunar og að sömu tímamörk gildi og koma fram í lögum um tekjuskatt. Tilgangurinn helgar sennilega meðalið Málið er ekki afgreitt. Það er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd og í síðustu viku var skilað nokkrum umsögnum sem voru neikvæðar. Þar á meðal frá Deloitte Legal, sem sá um málið fyrir yfirskattanefnd, sem segir í sinni umsögn: „Af því að Skatturinn tapaði þessu máli þá er hlaupið til og lagt verður til að lögunum sé breytt svo þau samrýmist þessari skapandi túlkun. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, sér í lagi í ljósi þess hversu skammur undirbúningstíminn er og augljós skortur á samráði. Lagabreytingin er nefnilega gölluð líkt og nánar verður hér rakið.“ Formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði það skýrt við mbl.is að engin ákvörðun hafi verið tekin um þessa breytingartillögu. Orðrétt var haft eftir henni: „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um það, satt að segja. Við erum að ljúka gestakomum og erum að rýna í þau gögn sem við höfum undir höndum.“ Kannski hefði Morgunblaðið, systurmiðill mbl.is, átt að heyra í henni áður en það birti forsíðufréttina sína. En það hefur sennilega ekki rímað við tilganginn. Meðalið hefur enn og aftur helgað það að selja ranglega þá hugmynd að verkstjórnin væri að hækka erfðafjárskatt, sem hún hefur ekki hreyft við að neinu leyti. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun