Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Bandaríkin Spánn Innflytjendamál Martha Árnadóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Frasinn „stríð gegn dópi“ (war on drugs) er rakinn til ársins 1971, þegar Richard Nixon Bandaríkjaforseti útnefndi vímuefnavandann sem óvin númer eitt og tilkynnti að stjórn hans myndi segja dópinu stríð á hendur - með öllum tiltækum ráðum átti að sigra dópið. Refsingar voru þyngdar, eftirlit stóraukið og valdheimildir lögreglu víkkaðar. Undirheimarnir svöruðu af mikilli útsjónarsemi. Alþjóðlegar smyglleiðir voru byggðar upp í stórum stíl, framleiðsluaðferðir þróaðar og nýjar leiðir fundnar framhjá tollinum. Dópframleiðsla margfaldaðist og dópið flæddi milli heimsálfa sem aldrei fyrr. Lítill heimur, sterkir straumar Heimurinn hefur sjaldan verið minni en hann er í dag. Með einum smelli bókum við flug þvert yfir hnöttinn. Með fáeinum skilaboðum tengjumst við ókunnugu fólki í framandi heimsálfum. Tæknin hefur stytt fjarlægðir og gert allan framandleika kunnuglegan – en einnig gert flæði fólks mun auðveldara, svo ekki sé talað um sýnilegra, en áður. Við sjáum fólk af öllum uppruna færa sig milli landa og heimsálfa. Flóttafólk sem flýr stríð og óöryggi. Farandverkafólk sem leitar uppi tækifæri og betri lífskjör. Hinn almenni borgari leitar að betra loftslagi, nýjum upplifunum, vinsælli borg til að spreyta sig á. Íslendingar leita til Spánar til að drýgja eftirlaunin. Hvað erum við að fást við í raun og veru? Það er freistandi að líta á fólksflutninga sem náttúrulögmál nútímans – eitthvað sem hvorki er hægt að stöðva né stjórna. En þegar stjórnvöld um allan heim bregðast við flæðinu með harðari landamæravörslu, múrum, eftirliti og nostri við þjóðernishyggju, verður ljóst að öllum ráðum er beitt til ná stjórn á ástandinu og róið á mið reiði og gremju eftir atkvæðum. Sagan segir okkur að tilraunir til að berja niður strauma, sem spretta úr efnahagslegum eða félagslegum veruleika fólks eiga það til að verða að vítahring: Meira eftirlit, harðari aðgerðir, meira ofbeldi, meiri spenna. Líkt og stríðið gegn dópinu – þar sem hörku og einföldum lausnum var beitt gegn vanda sem átti sér djúpar og margþættar rætur. Ástæður þess að fólk flæðir um heiminn eru sennilega mun einfaldari en ástæðurnar fyrir flæði dópsins. Vesturlönd skortir vinnuafl og hitta fyrir fólk í leit að lífsviðurværi, betra lífi. Að auki blasir við gríðarleg misskipting auðs, ógnarstjórn og óöryggi víða í heiminum, sem fólk flýr og auðvitað leitar það þangað sem öryggi, lífsgæði og tækifæri eru meiri. Óstöðvandi kraftar? Ef fer sem horfir mun heimurinn halda áfram að minnka og valdasjúkir karlar víða um heim halda áfram að búa til stríð og hörmungar. Fólk mun halda áfram að leita að betra, frjálsara og öruggara lífi — og því stendur eftir spurningin: Erum við kannski að reyna að stöðva krafta sem eru sterkari en landamæri, þjóðerni og jafnvel valdbeiting? Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun