Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2025 20:10 Norðfjarðargöng voru síðustu jarðgöng sem grafin voru á Austurlandi. Þau voru opnuð árið 2017 og liggja milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Jóhann K. Jóhannsson Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðingsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Frétt Sýnar í fyrrakvöld af afhendingu yfir tvöþúsund undirskrifta til innviðaráðherra til stuðnings Fjarðagöngum varð til þess að undirskriftasöfnun var hleypt af stokkunum til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Söfnuninni var fylgt úr hlaði með sannkölluðu herútboði frá Seyðfirðingum á fésbókarsíðum. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Deilið sem mest þið megið,“ segir forsvarsmaðurinn Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður, sem búsettur er á Seyðisfirði, um leið og hann vísar á hlekk um söfnunina. „Nú er ögurstund. Í gær fékk innviðaráðherra afhentan undirskriftalista 2000 manna þar sem Fjarðarheiðargöngum er alfarið hafnað en mælt með svo kölluðum Fjarðagöngum sem hvergi eru enn á blaði. Þetta er vitanlega til að drepa niður allt það góða starf sem unnið hefur verið að varðandi gangamál hér fyrir austan hvar endanlegt markmið er hringtenging,“ skrifar Lárus. Og ennfremur: „Það er búið að verja 600 milljónum í undirbúning og hönnun Fjarðarheiðarganga og þau eru tilbúin til útboðs. Vinsamlegast styðjið Fjarðarheiðargöng sem fyrsta áfanga í þeirri vegferð. Vinsamlegast sýnið stuðning við þetta nauðsynlega málefni.“ Stuðningsmenn Fjarðaganga hafa núna brugðist við með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings göngum milli þriggja fjarða á Mið-Austurlandi, milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Deilið eins og vindurinn og takið þátt. Nú er hafin undirskrifta Keppni!!! Seyðfirðingar nota til dæmis Herbalife síður og fleira til að safna undirskriftum,“ segir á síðunni Fjarðagöng í forgang, sem Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir en hann er búsettur í Neskaupstað. Þegar þessi frétt var birt klukkan 20:10 voru komnar 2.022 undirskriftir til stuðnings Fjarðarheiðargöngum en 2.197 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og tekist er á um hvar eigi að byrja að bora á Austurlandi býður Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga, sem tengja Siglufjörð við Fljótin. Það er í samræmi við orð Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í frétt Sýnar í fyrradag um farið yrði í rannsóknir og undirbúning á fleiri jarðgangakostum. Það vill hann gera til að hafa val um fleiri kosti þegar kemur að ákvörðun um næsta jarðgangaútboð. Ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, fullyrti í sumar, eftir að matsáætlun og rannsóknarboranir voru auglýstar, að Vegagerðin hefði fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöng yrðu næstu jarðgöng á landi. Núna þegar búið er að bjóða út for- og verkhönnun Fljótaganga segir hann undir fyrirsögninni „Fljótagöng ákveðin“ að, þrátt fyrir að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð hafi ekki verið birt né kynnt á Alþingi, virðist með þessari auglýsingu nokkuð víst að Fljótagöng verða þar efst á blaði og fyrst í röðinni. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Skagafjörður Fjallabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Frétt Sýnar í fyrrakvöld af afhendingu yfir tvöþúsund undirskrifta til innviðaráðherra til stuðnings Fjarðagöngum varð til þess að undirskriftasöfnun var hleypt af stokkunum til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Söfnuninni var fylgt úr hlaði með sannkölluðu herútboði frá Seyðfirðingum á fésbókarsíðum. Fjarðarheiðargöng tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Deilið sem mest þið megið,“ segir forsvarsmaðurinn Lárus Bjarnason, fyrrverandi sýslumaður, sem búsettur er á Seyðisfirði, um leið og hann vísar á hlekk um söfnunina. „Nú er ögurstund. Í gær fékk innviðaráðherra afhentan undirskriftalista 2000 manna þar sem Fjarðarheiðargöngum er alfarið hafnað en mælt með svo kölluðum Fjarðagöngum sem hvergi eru enn á blaði. Þetta er vitanlega til að drepa niður allt það góða starf sem unnið hefur verið að varðandi gangamál hér fyrir austan hvar endanlegt markmið er hringtenging,“ skrifar Lárus. Og ennfremur: „Það er búið að verja 600 milljónum í undirbúning og hönnun Fjarðarheiðarganga og þau eru tilbúin til útboðs. Vinsamlegast styðjið Fjarðarheiðargöng sem fyrsta áfanga í þeirri vegferð. Vinsamlegast sýnið stuðning við þetta nauðsynlega málefni.“ Stuðningsmenn Fjarðaganga hafa núna brugðist við með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings göngum milli þriggja fjarða á Mið-Austurlandi, milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Fjarðagöng tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð með tvennum göngum um Mjóafjörð og skapa um leið hringleið um Mið-Austurland.Gtafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Deilið eins og vindurinn og takið þátt. Nú er hafin undirskrifta Keppni!!! Seyðfirðingar nota til dæmis Herbalife síður og fleira til að safna undirskriftum,“ segir á síðunni Fjarðagöng í forgang, sem Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson fer fyrir en hann er búsettur í Neskaupstað. Þegar þessi frétt var birt klukkan 20:10 voru komnar 2.022 undirskriftir til stuðnings Fjarðarheiðargöngum en 2.197 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og tekist er á um hvar eigi að byrja að bora á Austurlandi býður Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga, sem tengja Siglufjörð við Fljótin. Það er í samræmi við orð Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í frétt Sýnar í fyrradag um farið yrði í rannsóknir og undirbúning á fleiri jarðgangakostum. Það vill hann gera til að hafa val um fleiri kosti þegar kemur að ákvörðun um næsta jarðgangaútboð. Ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, fullyrti í sumar, eftir að matsáætlun og rannsóknarboranir voru auglýstar, að Vegagerðin hefði fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöng yrðu næstu jarðgöng á landi. Núna þegar búið er að bjóða út for- og verkhönnun Fljótaganga segir hann undir fyrirsögninni „Fljótagöng ákveðin“ að, þrátt fyrir að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð hafi ekki verið birt né kynnt á Alþingi, virðist með þessari auglýsingu nokkuð víst að Fljótagöng verða þar efst á blaði og fyrst í röðinni.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Skagafjörður Fjallabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21