Innlent

Ugla Stefanía nýr sér­fræðingur Reykja­víkur­borgar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ugla Stefanía hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg.
Ugla Stefanía hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Facebook/Ugla Stefanía

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Trans Ísland, hefur tekið til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hún tekur við sem sérfræðingur í  málefnum hinsegin fólks.

„Á tímum bakslags og aukinnar upplýsingaóreiðu í þessum málaflokk hefur efturspurn eftir greinargóðri og gagnlegri fræðslu aldrei verið meiri, og vona ég að ég geti því lagt mitt á vogaskálarnar að fræða og uppræta fordóma - og helst reyna að vera smá skemmtileg og fyndin í leiðinni,“ segir Ugla Stefanía í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá vistaskiptunum.

Ugla Stefanía tekur við af Þórhildi Elínardóttur Magnúsdóttur sem hefur sinnt stöðunni hingað til. Meaðl verkefna er að sinna Regnbogavottun fyrir vinnustaði í Reykjavíkurborg.

„Það er nefnilega bara frekar leiðinlegt og glatað að vera eitthvað á móti hinsegin fræðslu - og mæli ég bara eindregið með að sem flest komi með í frelsið, fjölbreytileikann og gleðina. Það er bara svo miklu betra fyrir sálartetrið.“

Ugla Stefanía er menntaður kynjafræðingur og mikill aðgerðasinni, sérstaklega í þágu trans einstaklinga. Hún er einnig fyrrverandi formaður Trans Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×