Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:30 Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stóru tíðindin í fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2026–2030 er ekki fögur framtíðarsýn. Meirihluti vinstri flokkanna í borgarstjórn hefur ákveðið að sleppa stýrinu og láta borgarskútuna reka næsta árið. Það er í besta falli kæruleysi. Í versta falli ábyrgðarleysi. Þrátt fyrir óvissu í efnahagslífinu, þrátláta verðbólgu og háan fjármagnskostnað, ákveður meirihlutinn að hætta fyrri aðhaldsaðgerðum og leggja engar nýjar fram. Það er óskiljanlegt, þegar óvissa ríkir bæði um tekjur og rekstur borgarinnar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er áætlað að útsvarstekjur borgarinnar verði 156 milljarðar árið 2026 og fasteignagjöld rúmlega 33 milljarðar. En þar á meðal eru um 10 milljarðar í óvissu: fjórir milljarðar vegna sölu byggingarréttar sem við vitum ekki hvort verður úr og um sex milljarðar arðgreiðsla frá Orkuveitu Reykjavíkur sem nú er óvissa um vegna stöðvunar hluta reksturs Norðuráls. Hvar eru hagræðingatillögurnar úr samráðinu? Þrátt fyrir þessa áhættu leggur meirihlutinn fram fjárlög án nokkurrar stefnu í aðhaldi eða hagræðingu. Engar tillögur eru um endurskipulagningu, engin krafa um sparnað í miðlægri stjórnsýslu og engin sýn á hvernig bæta má nýtingu fjármuna. Það er eins og allt sé í góðu lagi, en það er það ekki. Hvar eru hagræðingartillögurnar sem áttu að koma út úr opnu samráði? Verður ekkert gert við þær? Var öll sú vinna bara sýndarmennska? Ég kalla eftir skýringum samstarfsflokkanna um þá vegaleysu að fara í opinbert samráð og gera ekkert við alla þá vinnu. Viðreisn stóð fyrir aðhaldi sem nú hefur verið kastað fyrir róða Frá 2018, á meðan Viðreisn var í meirihluta, voru stöðugar 1% hagræðingarkröfur í rekstri borgarinnar. Þær skiluðu sér í agaðri fjármálastjórn og bættri afkomu. Þegar Viðreisn fór úr meirihlutanum hurfu þær aðgerðir á svipstundu. Það segir margt um forgangsröðun nýs meirihluta og skýrir vel af hverju fjármálin eru að sigla í óvissu. Nú er ekki tími til að láta reka heldur halda fókus Það sem þarf núna er einfalt. Það þarf aga í rekstri borgarinnar. Við verðum að halda áfram hagræðingu, draga úr kostnaði og tryggja að fjármagn nýtist í grunnþjónustu, ekki í nýjar skrifstofur og nefndir. Viðreisn leggur til að: Selja eignir sem borgin þarf ekki fyrir grunnþjónustu. Það felur í sér sölu á fasteignum eins og Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó, auk bílastæðahúsa sem borgin rekur á samkeppnismarkaði. Hefja söluferli Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í góðum rekstri og tilbúin til sölu. Reykjavíkurborg á ekki að vera í samkeppni á frjálsum markaði. Setja markmið um lækkun launakostnaðar í miðlægri stjórnsýslu úr 8% af heildarstöðugildum í 6% í takt við það sem eðlilegt er hjá sambærilegum stórum fyrirtækjum. Endurskoða fjölda ráða og nefnda og leggja niður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og láta ríkinu eftir umgjörð um mannréttindamál. Lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði úr 1,6% í 1,55% og huga að samkeppni við önnur sveitarfélög á stór-höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru ekki sársaukafullar aðgerðir, heldur nauðsynlegar leiðir til að tryggja heilbrigðan rekstur til framtíðar. Skynsemi, ekki slagorð Það er kaldhæðnislegt að sjá tvo samstarfsflokka í borginni leggja fram fjárlagsáætlun sem gengur í berhögg við það aðhald í ríkisfjármálum sem sömu flokkar boða á Alþingi. Þar er talað fyrir ráðdeild og ábyrgð en hér í borginni á allt að fljóta áfram. Nú er ekki tími til að missa fókus. Það þarf að sýna ábyrgð í fjármálum borgarinnar, ekki bara ræða um hana. Með sölu eigna, einföldun kerfisins og hagræðingu í rekstri má tryggja að fjármunir borgarbúa nýtist þar sem mest þarf á að halda þ.e í leikskólum, grunnskólum og þjónustu við íbúa. Viðreisn hefur sýnt að það er hægt að reka borgina á ábyrgan hátt á erfiðum tímum. Það er ekki bara spurning um pólitík heldur um virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun