Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 12:00 Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar