Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. október 2025 18:30 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun