Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 16:49 Inga Sæland með sleggju á lofti. Vísir/Bjarni Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni. Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Ríkisstjórnin segir lengi hafa verið kallað eftir breytingum til að auðvelda byggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. „Ríkisstjórnin hyggst ráðast í stórfellda einföldun á regluverki til að svara þessu kalli – meðal annars með því að einfalda byggingarreglugerð, með skilvirkara byggingareftirliti og með einni gátt fyrir stafræn byggingarleyfi í Mannvirkjaskrá HMS,“ segir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Ný byggingarreglugerð verði markmiðsdrifin. „Gert er ráð fyrir að fyrsti kafli nýrrar reglugerðar verði kynntur á vef HMS í nóvember og að vinnunni ljúki næsta vor. Stefnt er að því að tæknilegar útfærslur fari úr reglugerðinni og þess í stað verði settar fram leiðbeiningar sem unnar eru í samstarfi við fagaðila. Jafnframt verður efnisreglum fækkað til að auðvelda og flýta íbúðauppbyggingu.“ Róttækar breytingar séu fyrirhugaðar á byggingareftirliti. „Gert er ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Með breytingunni yrði létt verulega á störfum byggingarfulltrúa. Þá verði núverandi starfsábyrgðartryggingar aflagðar og sérstök byggingargallatrygging tekin upp í staðinn, að danskri fyrirmynd. Þetta mun auðvelda neytendum að fá úrlausn sinna mála þegar gallar koma í ljós.“ Með stafrænni umsóknargátt HMS verði hægt að sækja um byggingarleyfi hvar sem er á landinu í gegnum netið. Samskipti verði einfölduð og afgreiðslufrestur styttist með aukinni sjálfvirkni.
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira