Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 11:09 Bréfin tvö og flaskan sem þau fundust í. Vatn hafði komist inn í flöskuna á þeim um 110 árum frá því henni var kastað í sjóinn. AP Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst. Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan. Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan.
Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira