Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 11:09 Bréfin tvö og flaskan sem þau fundust í. Vatn hafði komist inn í flöskuna á þeim um 110 árum frá því henni var kastað í sjóinn. AP Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst. Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan. Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan.
Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira