Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 29. október 2025 07:51 Hjalti segir að allir séu komnir á damp núna og að mokstur gangi vel. Vísir/Steingrímur Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. „Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Við fórum bara með allt okkar lið út á á göturnar klukkan fjögur í nótt, bæði á göturnar og á hjóla- og stígakerfið. Við erum bara að vinna þetta og það hefur gengið ágætlega. Þetta er bara mikið magn og gengur því hægar en venjulega,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins sem sér meðal annars um að halda götum borgarinnar hreinum. Hið óvenju mikla magn af snjó sem féll í gær gerir snjómoksturinn eðlilega að stærra verkefni en ella. „Það er annað að fást við tíu eða tuttugu sentimetra heldur en kannski þrjátíu og allt upp í fimmtíu,“ segir Hjalti og bætir við að miðað við allt hafi moksturinn gengið vel. Hjalti segir þó líklegt að umferðin muni ganga hægar í dag en á venjulegum degi. „Það eru ennþá bílar sem eru fastir og gætu mögulega verið fyrir tækjunum og við sjáum þetta fyrir okkur þannig að við verðum næstu tvo til þrjá daga að klára þetta. Þetta er bara það stórt verkefni.“ Hann segist vonast til að allar götur sem eru á hæsta forgangi, það er að segja strætóleiðir og stóru umferðargöturnar verði kláraðar í dag og svo verði húsagöturnar teknar næst, þótt sumstaðar sé nú þegar byrjað á þeim. Sömu sögu sé að segja af stígakerfi borgarinnar. Aðspurður hvort borgin hafi verið nægilega vel undirbúin undir snjókomu gærdagsins, sem kom óvenju snemma á árinu, segir Hjalti að svo hafi verið. „Við erum bara tilbúnir, auðvitað tekur alltaf smá tíma fyrir verktakana okkar að byrja á fyrsta verkefninu og það varð óvenju stórt í þetta skiptið en svo smyrst þetta bara og það eru allir komnir á damp núna,“ segir Hjalti Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.
Snjómokstur Reykjavík Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28 Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 29. október 2025 06:28
Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis. 28. október 2025 23:34