Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2025 12:53 Fjöldi bíla biðu eftir að komast í dekkjaskipti á Gúmmívinnustofunni í skipholti. vísir/Anton Brink Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáði því í kvöldfréttum Sýnar í gær að mögulega þurfi íbúar höfuðborgarsvæðisins að moka sig úr innkeyrslum sínum á morgun vegna væntanlegrar snjókomu og kuldakasts sem reiknað er með næstu daga. Mögulega sé um að ræða eina mestu októbersnjókomu sem sögur fara af. Svo virðist sem fjölmargir hafi tekið mark á orðum Haralds en langar biðraðir voru við dekkjaverkstæði víða. Til að mynda við Gúmmívinnustofuna í Skipholti þar sem um tugir bíla mynduðu röð. Bíða í allt að þrjá tíma eftir dekkjaskiptum Enn bættist í röðina þegar fréttastofu bar að garði en þeir sem gáfu sig á tal virtust spakir þrátt fyrir allt að þriggja tíma bið. „Þetta er allt í lagi. Ég er líka að gera þetta fyrir dótturina. Já afi gamli. Sá gamli er í reddingunum!“ Sagði til að mynda Ólafur Eggert Pétursson, sem hafði þá beðið í um tvo klukkutíma. Hann ítrekaði mikilvægi þess að setja öryggið á oddinn í ljósi spárinnar. Jóna Fanney Kristjánsdóttir, sem beið einnig, tók undir það. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að drífa þig núna? „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin. Það er bara þannig.“ Þér leist ekkert á blikuna? „Maður þarf að komast í vinnu.“ 35 ár í bransanum og aldrei séð annað eins Hvernig er að bíða svona lengi eftir skiptunum? „Maður er bara með piparköku og kaffi, þá er þetta lítið mál.“ Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, segist ekki muna eftir öðru eins. „Þetta er óvenjumikill hvellur núna. Ég man ekki eftir svona svakalega miklum látum. Röðin nær eitthvað, ég veit ekki hvert. Ég er búinn að vera í þessu í 35 ár. Ég hef aldrei séð svona rosalega sprengju. Aldrei nokkurn tímann.“ Er fólk alveg að nenna að bíða svona lengi? „Það virðist vera. Það er eitthvað óðagát í gangi út af veðurspánni. Menn ætla bara að komast á dekk.“ Gul veðurviðvörun og töluverð snjókoma í kortunum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi klukkan sex annað kvöld og er í gildi fram að miðnætti. Enn er reiknað með snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í nótt en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að spáin taki sífellt breytingum. Hann tekur fram að nokkur óvissa ríki varðandi hvernig muni rætast úr veðrinu. Allar líkur séu á því að það snjói talsvert staðbundið en aðalspurningin sé hvar og hvenær. Höfuðborgarbúar skuli reikna með erfiðum akstursskilyrðum í fyrramálið. „Fyrir höfuðborgarsvæðið allavega þá er að fara snjóa í nótt og það verður föl yfir öllu hér í fyrramálið. Svo bleytir í þessu um miðjan daginn og gerir slyddu. Svo er það seinni partinn og annað kvöld sem það horfir á að það snjói nokkuð þétt og þá sérstaklega í austurhverfunum. Í uppsveitum Suðurlands og Borgarfjarðar verður svolítið hríðarveður. Þar er hitinn lægri og snjóir meira og minna í allan dag á morgun.“ Beðið eftir dekkjaskiptum.vísir/anton brink Fólk má gera ráð fyrir eða undirbúa sig fyrir slæm akstursskilyrði á morgun? „Já, það ætti að gera það en veðrið gæti líka orðið eitthvað skárra. Það er mjög líklegt að það verði einhver vandræði.“ Dekkjaskipti þá allavega skynsamleg upp úr þessu? „Já, eins og hefur verið í fréttum hafa verið biðraðir víða. Ég var svo heppinn í morgun að vera með bókaðan tíma og mér leið nú eins og hálfgerðum forréttindapésa að keyra fram hjá allri röðinni og beint inn.“ Veður Umferð Umferðaröryggi Nagladekk Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur spáði því í kvöldfréttum Sýnar í gær að mögulega þurfi íbúar höfuðborgarsvæðisins að moka sig úr innkeyrslum sínum á morgun vegna væntanlegrar snjókomu og kuldakasts sem reiknað er með næstu daga. Mögulega sé um að ræða eina mestu októbersnjókomu sem sögur fara af. Svo virðist sem fjölmargir hafi tekið mark á orðum Haralds en langar biðraðir voru við dekkjaverkstæði víða. Til að mynda við Gúmmívinnustofuna í Skipholti þar sem um tugir bíla mynduðu röð. Bíða í allt að þrjá tíma eftir dekkjaskiptum Enn bættist í röðina þegar fréttastofu bar að garði en þeir sem gáfu sig á tal virtust spakir þrátt fyrir allt að þriggja tíma bið. „Þetta er allt í lagi. Ég er líka að gera þetta fyrir dótturina. Já afi gamli. Sá gamli er í reddingunum!“ Sagði til að mynda Ólafur Eggert Pétursson, sem hafði þá beðið í um tvo klukkutíma. Hann ítrekaði mikilvægi þess að setja öryggið á oddinn í ljósi spárinnar. Jóna Fanney Kristjánsdóttir, sem beið einnig, tók undir það. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að drífa þig núna? „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin. Það er bara þannig.“ Þér leist ekkert á blikuna? „Maður þarf að komast í vinnu.“ 35 ár í bransanum og aldrei séð annað eins Hvernig er að bíða svona lengi eftir skiptunum? „Maður er bara með piparköku og kaffi, þá er þetta lítið mál.“ Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar, segist ekki muna eftir öðru eins. „Þetta er óvenjumikill hvellur núna. Ég man ekki eftir svona svakalega miklum látum. Röðin nær eitthvað, ég veit ekki hvert. Ég er búinn að vera í þessu í 35 ár. Ég hef aldrei séð svona rosalega sprengju. Aldrei nokkurn tímann.“ Er fólk alveg að nenna að bíða svona lengi? „Það virðist vera. Það er eitthvað óðagát í gangi út af veðurspánni. Menn ætla bara að komast á dekk.“ Gul veðurviðvörun og töluverð snjókoma í kortunum Gul veðurviðvörun tekur gildi á Höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi klukkan sex annað kvöld og er í gildi fram að miðnætti. Enn er reiknað með snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í nótt en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að spáin taki sífellt breytingum. Hann tekur fram að nokkur óvissa ríki varðandi hvernig muni rætast úr veðrinu. Allar líkur séu á því að það snjói talsvert staðbundið en aðalspurningin sé hvar og hvenær. Höfuðborgarbúar skuli reikna með erfiðum akstursskilyrðum í fyrramálið. „Fyrir höfuðborgarsvæðið allavega þá er að fara snjóa í nótt og það verður föl yfir öllu hér í fyrramálið. Svo bleytir í þessu um miðjan daginn og gerir slyddu. Svo er það seinni partinn og annað kvöld sem það horfir á að það snjói nokkuð þétt og þá sérstaklega í austurhverfunum. Í uppsveitum Suðurlands og Borgarfjarðar verður svolítið hríðarveður. Þar er hitinn lægri og snjóir meira og minna í allan dag á morgun.“ Beðið eftir dekkjaskiptum.vísir/anton brink Fólk má gera ráð fyrir eða undirbúa sig fyrir slæm akstursskilyrði á morgun? „Já, það ætti að gera það en veðrið gæti líka orðið eitthvað skárra. Það er mjög líklegt að það verði einhver vandræði.“ Dekkjaskipti þá allavega skynsamleg upp úr þessu? „Já, eins og hefur verið í fréttum hafa verið biðraðir víða. Ég var svo heppinn í morgun að vera með bókaðan tíma og mér leið nú eins og hálfgerðum forréttindapésa að keyra fram hjá allri röðinni og beint inn.“
Veður Umferð Umferðaröryggi Nagladekk Reykjavík Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira