Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 10:38 Lokað verður á leikskólum Reykjavíkurborgar vegna kvennfrídagsins á föstudag. Vísir/Vilhelm Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér. Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira