Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. október 2025 06:33 Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun