Viðskipti innlent

Gera hlé á veitingu verð­tryggðra íbúðalána

Eiður Þór Árnason skrifar
Arion banki bíður nú niðurstöðu Hæstaréttar.
Arion banki bíður nú niðurstöðu Hæstaréttar. Vísir/vilhelm

Arion banki hefur gert hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka þar sem skilmálar óverðtryggðs láns voru að hluta dæmdir ólögmætir.

Að sögn Arion banka eru skilmálar þeirra er varða íbúðalán með breytilega vexti ólíkir þeim sem voru til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar en dómstólinn muni síðar taka fyrir mál sem snýr að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hafi dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríki um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána.

Í ljósi þessa hafa stjórnendur Arion tekið ákvörðun um að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána, bæði þeim með föstum og breytilegum vöxtum. Metið verði hvort hægt sé að bjóða upp á bráðabirgða lausn þar til óvissu um lögmæti skilmálanna hafi verið eytt.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá bankanum sem bendir á að óverðtryggð lán verði áfram í boði.

Fréttin er í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×