Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2026 09:38 Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits. Bylgjan Sérfræðingar í fjármálalæsi barna segja lykilatriði að fjármálalæsi verði gert að skyldufagi í öllum grunn- og framhaldsskólum. Þannig fái öll börn sömu tækifæri til að læra um það hvernig á að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, reka samstarfsvettvanginn Fjármálavit í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða sem styrkja vettvanginn. Fjármálavit hefur verið rekið í ellefu ár og er í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla sem fá aðgang að náms- og lesefni. „Fjármálavit gengur fyrst og fremst út á það að bara að reyna að efla ungt fólk en fyrst og fremst erum við núna með það markmið að gera fjármálakennslu að skyldufagi í öllum grunnskólum landsins og helst framhaldsskólum líka,“ segir Kristín og að þær hafi byrjað að setja meiri þrýsting á það fyrir um þremur árum þegar námsskrá grunnskóla var til endurskoðunar. Erfitt að vinna sig úr mistökum í fjármálum Þær segja fjármálalæsi vissulega kennt í mörgum skólum og það sé víða gert mjög vel, en það sé ekki kennsla alls staðar. Þó að minnst sé á fjármálalæsi í námsskrá sé það ekki nóg, heldur þurfi að gera það að skyldufagi og þannig tryggja að öll börn fari út í lífið með grundvallarþekkingu í fjármálum. Þær segja mega efla fjármálavit barna og fullorðinna. Þegar fólk byrjar að misstíga sig sé mjög erfitt að vinna sig út úr því. Hún segir að samkvæmt niðurstöðum Gallup hafi um 11 prósent fólks lært um fjármálalæsi í skólum en um 74 prósent svari því að þau telji eðlilegt að slík kennsla sé í skólum. „En á móti kemur líka að um 90 prósent þeirra sem spurðir eru segjast vilja hafa lært meira um fjármál í skólum. Ég set þetta oft í samhengi við umferðarreglur. Við setjum ekki börnin okkar út í umferðina nema þau þekki umferðarreglurnar,“ segir hún og að á sama hátt eigi ekki að setja ungmennin út í lífið án grundvallarþekkingar í fjármálum. Mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum að spara Þær segja mikilvægast að tileinka sér sparnaðarhyggju og sparnaðarvitund. „Við erum dálítið að hamra á því að byrja snemma, að tileinka sér þessa vitund að spara. Að huga að því hvað þú ætlar að gera eftir tíu ár kannski, hvað þú ætlar að eiga af peningum og hvernig þú ætlar að ávaxta peningana þína.“ Margir krakkar vinni með skóla og það sé gott að vera búinn að sá þessum fræjum áður en það gerist. Þá segja þær einnig mikilvægt að börnin skilji hvað það þýðir að taka lán, hvað vextir eru á lánum og þessi helstu hugtök. Þær segja lítið til af gögnum um það hvernig börnum vegni eftir að hafa fengið slíka fræðslu. Börn séu ekki spurð út í þessa fræðslu eða það mælt neins staðar. Því skorti verulega gögn til að raunverulega meta umfang vandans eða árangur. Þær segjast í stöðugu samtali við skólana og kennararnir séu áhugasamir og ánægðir með að geta sótt þekkingu til þeirra. „Aðalmálið er að öll börn fái tækifæri til að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Þetta er tæki til að jafna stöðu allra barna. Það er rétt rúmur helmingur barna sem er að læra um fjármál frá foreldrum sínum … En hvað þá um hinn helminginn? Stór hluti barna er þá að læra um fjármál á netinu og þar er hætta á bara svikum. Það eru meiri líkur á að það sé verið að kenna þér að taka skyndilán eða skammtímalán og það er mikil samfélagspressa,“ segir Heiðrún. Skipti máli hvað er verið að kenna Hún segir að í sumum skólum sé þetta skyldufag og þar læri þau um launaseðla, lán og hvernig á að lesa þá. Annars staðar sé þetta valfag og þar komist ekki allir að. Svo sums staðar sé engin kennsla. Þær segja svo líka skipta höfuðmáli hvað er verið að kenna. Kennslan verði að vera heildræn. Til dæmis sé ekki nóg að fjalla bara um heimilisinnkaup eða gerð ferilskrár. Börnin verði að átta sig á því að það sé verið að kenna þeim fjármálalæsi. „Það er rosalega mikilvægt að öll börn fái sömu tækifæri til að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Það á ekki að skipta máli hver bakgrunnur barna er og það á alls ekki að skipta máli í hvaða skólahverfi eða hvernig kennara þú færð,“ segir Heiðrún og að bakgrunnur foreldra og þekking þeirra skipti verulegu máli. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, og Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, reka samstarfsvettvanginn Fjármálavit í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða sem styrkja vettvanginn. Fjármálavit hefur verið rekið í ellefu ár og er í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla sem fá aðgang að náms- og lesefni. „Fjármálavit gengur fyrst og fremst út á það að bara að reyna að efla ungt fólk en fyrst og fremst erum við núna með það markmið að gera fjármálakennslu að skyldufagi í öllum grunnskólum landsins og helst framhaldsskólum líka,“ segir Kristín og að þær hafi byrjað að setja meiri þrýsting á það fyrir um þremur árum þegar námsskrá grunnskóla var til endurskoðunar. Erfitt að vinna sig úr mistökum í fjármálum Þær segja fjármálalæsi vissulega kennt í mörgum skólum og það sé víða gert mjög vel, en það sé ekki kennsla alls staðar. Þó að minnst sé á fjármálalæsi í námsskrá sé það ekki nóg, heldur þurfi að gera það að skyldufagi og þannig tryggja að öll börn fari út í lífið með grundvallarþekkingu í fjármálum. Þær segja mega efla fjármálavit barna og fullorðinna. Þegar fólk byrjar að misstíga sig sé mjög erfitt að vinna sig út úr því. Hún segir að samkvæmt niðurstöðum Gallup hafi um 11 prósent fólks lært um fjármálalæsi í skólum en um 74 prósent svari því að þau telji eðlilegt að slík kennsla sé í skólum. „En á móti kemur líka að um 90 prósent þeirra sem spurðir eru segjast vilja hafa lært meira um fjármál í skólum. Ég set þetta oft í samhengi við umferðarreglur. Við setjum ekki börnin okkar út í umferðina nema þau þekki umferðarreglurnar,“ segir hún og að á sama hátt eigi ekki að setja ungmennin út í lífið án grundvallarþekkingar í fjármálum. Mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum að spara Þær segja mikilvægast að tileinka sér sparnaðarhyggju og sparnaðarvitund. „Við erum dálítið að hamra á því að byrja snemma, að tileinka sér þessa vitund að spara. Að huga að því hvað þú ætlar að gera eftir tíu ár kannski, hvað þú ætlar að eiga af peningum og hvernig þú ætlar að ávaxta peningana þína.“ Margir krakkar vinni með skóla og það sé gott að vera búinn að sá þessum fræjum áður en það gerist. Þá segja þær einnig mikilvægt að börnin skilji hvað það þýðir að taka lán, hvað vextir eru á lánum og þessi helstu hugtök. Þær segja lítið til af gögnum um það hvernig börnum vegni eftir að hafa fengið slíka fræðslu. Börn séu ekki spurð út í þessa fræðslu eða það mælt neins staðar. Því skorti verulega gögn til að raunverulega meta umfang vandans eða árangur. Þær segjast í stöðugu samtali við skólana og kennararnir séu áhugasamir og ánægðir með að geta sótt þekkingu til þeirra. „Aðalmálið er að öll börn fái tækifæri til að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Þetta er tæki til að jafna stöðu allra barna. Það er rétt rúmur helmingur barna sem er að læra um fjármál frá foreldrum sínum … En hvað þá um hinn helminginn? Stór hluti barna er þá að læra um fjármál á netinu og þar er hætta á bara svikum. Það eru meiri líkur á að það sé verið að kenna þér að taka skyndilán eða skammtímalán og það er mikil samfélagspressa,“ segir Heiðrún. Skipti máli hvað er verið að kenna Hún segir að í sumum skólum sé þetta skyldufag og þar læri þau um launaseðla, lán og hvernig á að lesa þá. Annars staðar sé þetta valfag og þar komist ekki allir að. Svo sums staðar sé engin kennsla. Þær segja svo líka skipta höfuðmáli hvað er verið að kenna. Kennslan verði að vera heildræn. Til dæmis sé ekki nóg að fjalla bara um heimilisinnkaup eða gerð ferilskrár. Börnin verði að átta sig á því að það sé verið að kenna þeim fjármálalæsi. „Það er rosalega mikilvægt að öll börn fái sömu tækifæri til að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Það á ekki að skipta máli hver bakgrunnur barna er og það á alls ekki að skipta máli í hvaða skólahverfi eða hvernig kennara þú færð,“ segir Heiðrún og að bakgrunnur foreldra og þekking þeirra skipti verulegu máli.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira