,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 19. október 2025 18:31 Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir. Það er mikið áfall að vera laminn í vinnunni. Kennararnir mínir, stuðningsfulltrúarnir mínir, starfsfólk frístundar og stjórnendurnir mínir hafa verið lamdir af nemendum. Ég hef þurft að senda starfsmenn heim sem hafa brotnað niður. Sumir starfsmenn hafa þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er áfall þegar einhver fer inn fyrir þitt persónulega svið og meiðir þig, þó það séu börn, þú býst ekki við því og veist ekki hvernig taugakerfið bregst við slíkri árás. Stuðningsfulltrúi fékk mikla áverka á hendi eftir nemanda. Hann þurfti að leita á læknavaktina vegna doða í hendi og þurfti að fá stífkrampasprautu. Hann hafði áður lent í alvarlegu atviki. Hann fór í veikindaleyfi til lengri tíma. Annar starfsmaður, sem sleginn var illa í höfuð og auga, fékk heilahristing eftir að forða öðru barni frá því að vera lamið. Starfsmaðurinn var frá í marga daga og var tvístígandi hvort hann treysti sér aftur til vinnu. Við réðum inn starfsmann til að styðja við barn í upphafi skólaársins. Starfsmaðurinn var laminn alla daga og sá ekki fram á að þetta væri starfsumhverfi fyrir hann. Starfsmaðurinn hætti eftir fimm daga. Það er erfitt að mæta til vinnu og upplifa sig ekki öruggan. Stærsti hluti nemendahópsins í hverjum skóla fyrir sig ræður vel við skólaumhverfið og tekur ekki eftir því sem er í gangi víða um ganga skólans.Þeim líður vel í skólanum. Þung mál eru ekki mörg innan hvers skóla, en eru ótrúlega erfið og vega mjög þungt. Úrræðin sem skólarnir hafa yfir að ráða eru af skornum skammti. Ég hef rætt þetta við stjórnendur annarra skóla, ástandið í skólunum er ekki nýtt fyrir þeim. Þyngri nemendamálum hefur fjölgað í skólum landsins og sögurnar sem ég hef heyrt eru margfalt verri en þær sem ég er að lýsa. Það eru dæmi um að skólar hafa þurft að ráða öryggisvörð til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Fyrir nokkrum árum voru nemendamál ekki eins þung og þau eru orðin í dag. Þungu málin sem voru þá í skólunum eru meðalþungu málin í dag. Mál sem við ráðum við. Nemendur með miklar stuðningsþarfir þurfa einnig aðstoð utan skólakerfisins. Bið eftir úrræðum tekur marga mánuði eða ár. Barnaverndarfulltrúi er jafnvel með hundrað mál á sinni könnu. Það gefur auga leið að það er óviðráðanlegt. Á meðan leitað er að viðeigandi aðstoð erum við lamin. Mörg börn með miklar stuðningsþarfir komast ekki að í sérúrræðum. Á hverju vori sækja nemendur um í sérskólum eða sérdeildum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeim nemendum fjölgar ár hvert sem komast ekki inn í þau úrræði sem sóst er eftir. Í mínu sveitarfélagi var meira en helmingi nemenda sem sóttu um í þessi úrræði vísað frá.Það var ekki pláss. Þessir nemendur hefja nám í hefðbundnum grunnskóla. ,,Er þetta eins og einum sérskólanum hefði verið lokað og nemendur dreifðust í skólana í kring en það fylgdi ekkert fagfólk með?“ Þessa spurningu fékk samstarfskona mín. ,,Já, það er nokkurn veginn þannig.“ Skólinn á að vera fyrir alla, eða er hann fyrir alla? Í vikunni fengum við heimsókn á vegum ráðuneytisins til að taka upp kynningarmyndband fyrir þróunarverkefni hjá okkur. Það er frábært tækifæri að fá að tala um allt það frábæra faglega starf sem við erum að vinna innan skólans en á sama tíma finnst mér ég vera að bregðast. Bregðast starfsfólkinu mínu, bregðast börnunum sem eru með miklar stuðningsþarfir og flóknar áskoranir, bregðast börnunum sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, því þeim stafar ógn af öðrum börnum. Það fylgir ekki fjármagn með börnum sem lemja önnur börn og starfsfólk. Það fylgir fjármagn með börnum sem eru með miklar greiningar. Stjórnendur skóla þurfa að redda hlutunum og taka ákvörðun um hvort færa eigi stuðninginn af blinda barninu yfir á barnið sem er að lemja önnur börn og starfsfólk, eða fara yfir fjárhagsáætlun skólans. Ég þarf að rökstyðja af hverju ég fer yfir fjármagn sem úthlutað var í fjárhagsáætlun en á sama tíma ber ég ábyrgð á að öll börn fái viðeigandi aðstoð. Það er ekki hægt að verða við hvoru tveggja. Börn og starfsfólk er mikilvægara en peningar. Ég, sem skólastjóri, ber ábyrgð á því að börn og starfsfólk í mínum skóla séu örugg. Í mínum skóla erum við búin að ná góðum árangri, fáum hrós fyrir vel unnin störf. Þungu málin eru samt til staðar, eins og í öðrum skólum. Aðalumræðuefni um skólamál frá því skóli hófst er hvort leyfa eigi síma í skólum, hvort námsmat eigi að vera í bókstöfum eða tölustöfum og mikilvægi samræmdra stöðu- og framvinduprófa. Er þetta stærsti vandi skólakerfisins? Ef við bönnum síma, allir fara í samræmd próf og fá 8 í einkunn bjargast þá allt? Áskoranir í skólanum eru svo margar. Nemendum með miklar stuðningsþarfir fjölgar í skólunum. Kennarar eiga í erfiðleikum með að kenna nemendum vegna fjölda áskorana sem þeir standa frammi fyrir í skólanum. ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“, sagði kennari í upphafi skólaárs. Það þarf að kryfja þennan flókna vanda sem við stöndum frammi fyrir. Barn, sem fær stuðning í leikskólanum, fær ekki stuðning í grunnskólanum. Það er ekki með þær greiningar sem þarf. Hvernig gengur það upp að barn sem hættir í leikskóla að vori og fer í skóla að hausti, í algjörlega nýtt og ennþá stærra umhverfi, með nýjan kennara, sem á að sinna öllum jafnt, fái ekki áfram þann stuðning sem það þarf? Af hverju tala kerfin ekki saman? Það þarf að setja meira fjármagn í úrræði sem snýr að börnum með miklar stuðningsþarfir, innan og utan skólans. Það mun kosta, en um leið erum við að fjárfesta til framtíðar. Við verðum að ná stjórn á þessum stóru þungu málum. Okkur vantar úrræði. Stærsti hluti starfsmanna í grunnskólum hefur ekki lent í því að vera laminn í vinnunni. Mikil starfsánægja ríkir meðal kennara miðað við nýjustu niðurstöður rannsókna enda er kennarastarfið skemmtilegt og gefandi starf. Við viljum halda því þannig en ef þungu málunum fjölgar og við fáum ekki aðstoð verður erfitt að viðhalda því.Ég er með frábært starfsfólk í mínum skóla en hversu lengi held ég því, ef ég get ekki boðið því viðunandi starfsumhverfi? Hversu lengi held ég sjálf út með þessu áframhaldi? Ég skrifa þessa grein fyrir allt starfsfólk sem hefur lent í áfalli vegna þess að það var lamið í vinnunni og að það fái viðurkenningu á því að það er áfall að lenda í slíku. Ég skrifa þessa grein til stuðnings þeim foreldrum og börnum sem eru með miklar stuðningsþarfir og fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Við viljum skapa starfsfólki og nemendum gott starfsumhverfi. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Ég óska þess að frambjóðendur horfi í átt að skólunum og því starfi sem fram fer þar. Skólana vantar úrræði og verða stjórnvöld á öllum stjórnstigum að leggja enn meiri áherslu og fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Skólarnir eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að geta stundað nám sitt og upplifað sig örugg. Sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn, setjið fjármagn í framtíð barnanna okkar og styðjum skóla landsins. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrstu skólavikurnar eru liðnar. Margsinnis hefur verið gengið í skrokk á starfsmönnum mínum á þessum dögum. Eftir örfáa daga í skólanum höfðu fjórir kennarar verið lamdir af sama nemanda. Kennararnir þurftu að stíga inn í og forða öðru barni frá því að verða lamið. Tveir þeirra þurftu að vera heima daginn eftir. Það er mikið áfall að vera laminn í vinnunni. Kennararnir mínir, stuðningsfulltrúarnir mínir, starfsfólk frístundar og stjórnendurnir mínir hafa verið lamdir af nemendum. Ég hef þurft að senda starfsmenn heim sem hafa brotnað niður. Sumir starfsmenn hafa þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar. Það er áfall þegar einhver fer inn fyrir þitt persónulega svið og meiðir þig, þó það séu börn, þú býst ekki við því og veist ekki hvernig taugakerfið bregst við slíkri árás. Stuðningsfulltrúi fékk mikla áverka á hendi eftir nemanda. Hann þurfti að leita á læknavaktina vegna doða í hendi og þurfti að fá stífkrampasprautu. Hann hafði áður lent í alvarlegu atviki. Hann fór í veikindaleyfi til lengri tíma. Annar starfsmaður, sem sleginn var illa í höfuð og auga, fékk heilahristing eftir að forða öðru barni frá því að vera lamið. Starfsmaðurinn var frá í marga daga og var tvístígandi hvort hann treysti sér aftur til vinnu. Við réðum inn starfsmann til að styðja við barn í upphafi skólaársins. Starfsmaðurinn var laminn alla daga og sá ekki fram á að þetta væri starfsumhverfi fyrir hann. Starfsmaðurinn hætti eftir fimm daga. Það er erfitt að mæta til vinnu og upplifa sig ekki öruggan. Stærsti hluti nemendahópsins í hverjum skóla fyrir sig ræður vel við skólaumhverfið og tekur ekki eftir því sem er í gangi víða um ganga skólans.Þeim líður vel í skólanum. Þung mál eru ekki mörg innan hvers skóla, en eru ótrúlega erfið og vega mjög þungt. Úrræðin sem skólarnir hafa yfir að ráða eru af skornum skammti. Ég hef rætt þetta við stjórnendur annarra skóla, ástandið í skólunum er ekki nýtt fyrir þeim. Þyngri nemendamálum hefur fjölgað í skólum landsins og sögurnar sem ég hef heyrt eru margfalt verri en þær sem ég er að lýsa. Það eru dæmi um að skólar hafa þurft að ráða öryggisvörð til að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Fyrir nokkrum árum voru nemendamál ekki eins þung og þau eru orðin í dag. Þungu málin sem voru þá í skólunum eru meðalþungu málin í dag. Mál sem við ráðum við. Nemendur með miklar stuðningsþarfir þurfa einnig aðstoð utan skólakerfisins. Bið eftir úrræðum tekur marga mánuði eða ár. Barnaverndarfulltrúi er jafnvel með hundrað mál á sinni könnu. Það gefur auga leið að það er óviðráðanlegt. Á meðan leitað er að viðeigandi aðstoð erum við lamin. Mörg börn með miklar stuðningsþarfir komast ekki að í sérúrræðum. Á hverju vori sækja nemendur um í sérskólum eða sérdeildum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeim nemendum fjölgar ár hvert sem komast ekki inn í þau úrræði sem sóst er eftir. Í mínu sveitarfélagi var meira en helmingi nemenda sem sóttu um í þessi úrræði vísað frá.Það var ekki pláss. Þessir nemendur hefja nám í hefðbundnum grunnskóla. ,,Er þetta eins og einum sérskólanum hefði verið lokað og nemendur dreifðust í skólana í kring en það fylgdi ekkert fagfólk með?“ Þessa spurningu fékk samstarfskona mín. ,,Já, það er nokkurn veginn þannig.“ Skólinn á að vera fyrir alla, eða er hann fyrir alla? Í vikunni fengum við heimsókn á vegum ráðuneytisins til að taka upp kynningarmyndband fyrir þróunarverkefni hjá okkur. Það er frábært tækifæri að fá að tala um allt það frábæra faglega starf sem við erum að vinna innan skólans en á sama tíma finnst mér ég vera að bregðast. Bregðast starfsfólkinu mínu, bregðast börnunum sem eru með miklar stuðningsþarfir og flóknar áskoranir, bregðast börnunum sem upplifa sig ekki örugg í skólanum, því þeim stafar ógn af öðrum börnum. Það fylgir ekki fjármagn með börnum sem lemja önnur börn og starfsfólk. Það fylgir fjármagn með börnum sem eru með miklar greiningar. Stjórnendur skóla þurfa að redda hlutunum og taka ákvörðun um hvort færa eigi stuðninginn af blinda barninu yfir á barnið sem er að lemja önnur börn og starfsfólk, eða fara yfir fjárhagsáætlun skólans. Ég þarf að rökstyðja af hverju ég fer yfir fjármagn sem úthlutað var í fjárhagsáætlun en á sama tíma ber ég ábyrgð á að öll börn fái viðeigandi aðstoð. Það er ekki hægt að verða við hvoru tveggja. Börn og starfsfólk er mikilvægara en peningar. Ég, sem skólastjóri, ber ábyrgð á því að börn og starfsfólk í mínum skóla séu örugg. Í mínum skóla erum við búin að ná góðum árangri, fáum hrós fyrir vel unnin störf. Þungu málin eru samt til staðar, eins og í öðrum skólum. Aðalumræðuefni um skólamál frá því skóli hófst er hvort leyfa eigi síma í skólum, hvort námsmat eigi að vera í bókstöfum eða tölustöfum og mikilvægi samræmdra stöðu- og framvinduprófa. Er þetta stærsti vandi skólakerfisins? Ef við bönnum síma, allir fara í samræmd próf og fá 8 í einkunn bjargast þá allt? Áskoranir í skólanum eru svo margar. Nemendum með miklar stuðningsþarfir fjölgar í skólunum. Kennarar eiga í erfiðleikum með að kenna nemendum vegna fjölda áskorana sem þeir standa frammi fyrir í skólanum. ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“, sagði kennari í upphafi skólaárs. Það þarf að kryfja þennan flókna vanda sem við stöndum frammi fyrir. Barn, sem fær stuðning í leikskólanum, fær ekki stuðning í grunnskólanum. Það er ekki með þær greiningar sem þarf. Hvernig gengur það upp að barn sem hættir í leikskóla að vori og fer í skóla að hausti, í algjörlega nýtt og ennþá stærra umhverfi, með nýjan kennara, sem á að sinna öllum jafnt, fái ekki áfram þann stuðning sem það þarf? Af hverju tala kerfin ekki saman? Það þarf að setja meira fjármagn í úrræði sem snýr að börnum með miklar stuðningsþarfir, innan og utan skólans. Það mun kosta, en um leið erum við að fjárfesta til framtíðar. Við verðum að ná stjórn á þessum stóru þungu málum. Okkur vantar úrræði. Stærsti hluti starfsmanna í grunnskólum hefur ekki lent í því að vera laminn í vinnunni. Mikil starfsánægja ríkir meðal kennara miðað við nýjustu niðurstöður rannsókna enda er kennarastarfið skemmtilegt og gefandi starf. Við viljum halda því þannig en ef þungu málunum fjölgar og við fáum ekki aðstoð verður erfitt að viðhalda því.Ég er með frábært starfsfólk í mínum skóla en hversu lengi held ég því, ef ég get ekki boðið því viðunandi starfsumhverfi? Hversu lengi held ég sjálf út með þessu áframhaldi? Ég skrifa þessa grein fyrir allt starfsfólk sem hefur lent í áfalli vegna þess að það var lamið í vinnunni og að það fái viðurkenningu á því að það er áfall að lenda í slíku. Ég skrifa þessa grein til stuðnings þeim foreldrum og börnum sem eru með miklar stuðningsþarfir og fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa. Við viljum skapa starfsfólki og nemendum gott starfsumhverfi. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan. Ég óska þess að frambjóðendur horfi í átt að skólunum og því starfi sem fram fer þar. Skólana vantar úrræði og verða stjórnvöld á öllum stjórnstigum að leggja enn meiri áherslu og fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Skólarnir eru menntastofnanir þar sem nemendur eiga að geta stundað nám sitt og upplifað sig örugg. Sveitarstjórnarfólk og ríkisstjórn, setjið fjármagn í framtíð barnanna okkar og styðjum skóla landsins. Höfundur er skólastjóri
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun