Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun