Biður Pútín um að afhenda Assad Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 11:07 Ahmed al-Sharaa og Vladimír Pútín funda í Moskvu í dag. Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands er einnig þar en Sýrlendingar eru ólmir í að koma höndum yfir hann. Rússar vilja ólmir halda stjórn á tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Getty Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, er í Moskvu þar sem hann mun í dag funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir eru sagðir ætla að ræða samskipti ríkjanna, veru rússneskra hermanna í Sýrlandi og mögulega örlög fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, Bashar al-Assad. Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna frá því al-Sharaa tók völd í Sýrlandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að al-Sharaa og Pútín muni ræða mögulegt viðskiptasamstarf ríkjanna og aukna samvinnu. Talsmaður Pútíns sagði í morgun að þeir myndu einnig líklega ræða rússneskar herstöðvar í Sýrlandi. Það eru herstöðvar sem Rússar vilja halda áfram og eiga þeir ýmislegt að bjóða al-Sharaa í skiptum. Má þar nefna aðstoð við lagfæringar á olíuinnviðum Sýrlands, fjárhagsaðstoð og jafnvel Assad sjálfan. AFP fréttaveitan hefur eftir sýrlenskum embættismanni að al-Sharaa muni biðja Pútín um að fá Assad afhentan. Í nýlegu viðtali við 60 mínútur sagði al-Sharaa að ríkisstjórn hans myndi beita öllum löglegum leiðum til að koma höndum yfir Assad svo hægt yrði að rétta yfir honum fyrir glæpi hans gegn sýrlensku þjóðinni. Assad hefur um árabil verið sakaður um umfangsmikla glæpi gegn íbúum Sýrlands og ofbeldi í garð þeirra. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og tugir þúsunda eru sagðir hafa verið látnir hverfa. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Al-Sharaa gekk lengi undir nafninu Mohammed al-Jolani og var lengi leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. Þar stýrði hann í raun eigin smáríki í Idlib-héraði en í desember í fyrra gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmann skyndisókn gegn stjórnarher Bashar al-Assad og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Herstöðvarnar mikilvægar Rússum Þegar uppreisnarmennirnir brutu stjórnarherinn á bak aftur flúði Assad rakleiðis til Moskvu, þar sem hann ku halda til í dag. Rússar höfðu þá um árabil aðstoðar Assad og stjórnarherinn gegn uppreisnar- og vígahópum með ítrekuðum og mannskæðum loftárásum, auk annars konar stuðnings. Fyrir það fengu Rússar aðgang að tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Flotastöð í Latakíta og flugvelli í Khmeimim og notuðu Rússar þær stöðvar sem stökkpall inn í Afríku þar sem umsvif þeirra hafa aukist mjög á undanförnum árum og til að styðja Miðjarðarhafsflota Rússlands. Rússar hafa orðið fyrir áföllum í Afríku á undanförnum mánuðum og staða þeirra þar er sögð hafa versnað töluvert eftir að nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu, tók við af Wagner. Sjá einnig: Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Þá er Miðjarðarhafsfloti Rússa nú heimilislaus og til marks um það má benda á að nýlega bilaði rússneskur kafbátur á Miðjarðarhafi og hefur þurft að sigla honum alla leið til Eystrasalts til viðgerða. Sjá einnig: Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Ráðamenn í Rússlandi hafa mikinn hag af því að tryggja sér áframhaldandi afnot af þessum herstöðvum í Sýrlandi og hafa frá því í fyrra verið uppi vangaveltur um að Pútín gæti á endanum látið Assad af höndum, í skiptum fyrir herstöðvarnar. Sýrland Rússland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna frá því al-Sharaa tók völd í Sýrlandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að al-Sharaa og Pútín muni ræða mögulegt viðskiptasamstarf ríkjanna og aukna samvinnu. Talsmaður Pútíns sagði í morgun að þeir myndu einnig líklega ræða rússneskar herstöðvar í Sýrlandi. Það eru herstöðvar sem Rússar vilja halda áfram og eiga þeir ýmislegt að bjóða al-Sharaa í skiptum. Má þar nefna aðstoð við lagfæringar á olíuinnviðum Sýrlands, fjárhagsaðstoð og jafnvel Assad sjálfan. AFP fréttaveitan hefur eftir sýrlenskum embættismanni að al-Sharaa muni biðja Pútín um að fá Assad afhentan. Í nýlegu viðtali við 60 mínútur sagði al-Sharaa að ríkisstjórn hans myndi beita öllum löglegum leiðum til að koma höndum yfir Assad svo hægt yrði að rétta yfir honum fyrir glæpi hans gegn sýrlensku þjóðinni. Assad hefur um árabil verið sakaður um umfangsmikla glæpi gegn íbúum Sýrlands og ofbeldi í garð þeirra. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og tugir þúsunda eru sagðir hafa verið látnir hverfa. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Al-Sharaa gekk lengi undir nafninu Mohammed al-Jolani og var lengi leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. Þar stýrði hann í raun eigin smáríki í Idlib-héraði en í desember í fyrra gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmann skyndisókn gegn stjórnarher Bashar al-Assad og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Herstöðvarnar mikilvægar Rússum Þegar uppreisnarmennirnir brutu stjórnarherinn á bak aftur flúði Assad rakleiðis til Moskvu, þar sem hann ku halda til í dag. Rússar höfðu þá um árabil aðstoðar Assad og stjórnarherinn gegn uppreisnar- og vígahópum með ítrekuðum og mannskæðum loftárásum, auk annars konar stuðnings. Fyrir það fengu Rússar aðgang að tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Flotastöð í Latakíta og flugvelli í Khmeimim og notuðu Rússar þær stöðvar sem stökkpall inn í Afríku þar sem umsvif þeirra hafa aukist mjög á undanförnum árum og til að styðja Miðjarðarhafsflota Rússlands. Rússar hafa orðið fyrir áföllum í Afríku á undanförnum mánuðum og staða þeirra þar er sögð hafa versnað töluvert eftir að nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu, tók við af Wagner. Sjá einnig: Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Þá er Miðjarðarhafsfloti Rússa nú heimilislaus og til marks um það má benda á að nýlega bilaði rússneskur kafbátur á Miðjarðarhafi og hefur þurft að sigla honum alla leið til Eystrasalts til viðgerða. Sjá einnig: Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Ráðamenn í Rússlandi hafa mikinn hag af því að tryggja sér áframhaldandi afnot af þessum herstöðvum í Sýrlandi og hafa frá því í fyrra verið uppi vangaveltur um að Pútín gæti á endanum látið Assad af höndum, í skiptum fyrir herstöðvarnar.
Sýrland Rússland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira